HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 1016
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 1207
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 6499712
Samtals gestir: 334280
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:46:05

Óðmenn

Óðmenn 1965-1968 / 1969-1970
Jóhann Georg Jóhannsson - Bassi, Söngur, Munnharpa og raddir 1965-1968 / 1969-1970
Eiríkur Jóhannsson - Gítar 1965-1968
Engilbert Jensen - Trommur og söngur 1965-1966
Valur Emilsson - Gítar og raddir 1965-1968
Pétur Sigurðsson - Trommur 1966-1967
Pétur Östlund - Trommur 1967-1968
Patricia Gail Owens, Shady - Söngur 1968
Magnús Jens Kjartansson - Hljómborð og raddir 1968
Finnur Torfi Stefánsson - Gítar, söngur, þríhyrningur og raddir 1969-1970 (20-03-47)
Ólafur Garðarsson - Trommur 1969-1970
Reynir Harðarsson - Trommur, tambórína, gong, söngur og raddir 1970

   
           Jóhann G.                                         Finnur                                             Reynir

 1. 7" Án þín / Í nótt sem leið / Íslenskt sumarkvöld / Tonight is the end 1967 (Óðmenn)
 
 
 2. 7" Bróðir / Flótti 1970 (SG hljómplötur)
 
 
 3. 7" Spilltur heimur / Komdu heim (SG hljómplötur)
 
 
 4. LP Óðmenn 1970 (Fálkinn)

Óðmenn

Óðmenn voru stofnaðir í Keflavík af bræðrunum Jóhanni G. Jóhannsyni sem söng og lék á bassa og gítarleikaranum Eiríki Jóhannssyni, ásamt Val Emilssyni sem einnig lék á gítar og loks fyrrum trommuleikara Hljóma; Engilbert Jensen. Þegar Engilbert snéri aftur í Hljóma í janúar 1967 hafði hann sætaskipti við Pétur Öslund sem kom frá Hljómum í Óðmenn. Á sama tíma gekk Magnús Kjartansson til liðs við Óðmenn en hans hlutverk þar var píanó, orgel og trompet.

Með þessa liðskipan hljóðritaði sveitin sína fyrstu afurð sem komst í hillur verslana 1967 og var 4ra laga plata sem innihélt lögin Án þín, Í nótt sem leið, Íslenskt sumarkvöld og loks eitt á ensku Tonight is the end.

Shady Owens var ráðin til söngstarfa hjá Óðmönnum fyrir tilstilli Vals Emilssonar, en Shady hafði þekkt systur hans lítillega. Shady flutti sig yfir í Hljóma sumarið 1968. Nokkurt hlé varð á starfi sveitarinnar eftir brotthvarf hennar.

Árið 1969 var sveitin endurreist sem tríó skipað Jóhanni G. Jóhannssyni, Ólafi Garðarssyni á trommur og Finni Torfa Stefánssyni á gítar sem leikið hafði með hljómsveitunum Töturum og Persónu. Þremenningarnir héldu til London í nóvember 1969 og tóku þar upp fjögur lög ásamt upptökustjóranum Derek Wadsworth, sem síðan voru gefin út á tveim litlum plötum snemma árs 1970 og komu báðar út á merki SG hljómplatna. Sú fyrri innihélt lögin Bróðir og Flótti. Á seinni plötunni voru Spilltur heimur og Komdu heim. Áður en plöturnar komust á markað hafði enn orðið uppstokkun á liðskipan Óðmanna. Ólafur flutti sig yfir í Tilveru og gekk reyndar síðar í Trúbrot, en Reynir Harðarsson trommari úr Heiðursmönnum tók við af honum.
 
Óðmenn áttu stóran þátt í uppsetningu á poppleiknum Óla og sáu um tónlistarflutning allt þar til þeir héldu til Kaupmannahafnar haustið 1970 til að hljóðrita nokkur lög úr verkinu auk annarra frumsaminna laga, en í þeirra stað tók hljómsveitin Tatarar við flutningi tónlistar í Óla. Þetta efni var svo gefið út á fyrstu tvöföldu plötunni sem út kom hér á landi í árslok það ár og var platan valin plata ársins 1970 af tónlistargagnrýnendum.

Nokkru eftir heimkomuna frá Kaupmannahöfn skildu leiðir og Óðmenn heyrðu sögunni til. Jóhann G aðstoðaði Tatara við flutning tónlistar í áðurnefndum poppleik uns því verki lauk og hóf hann þá sólóferil. Finnur Torfi fór að stúdera lög og settist síðar á alþingi okkar íslendinga en Reynir fluttist til Bandaríkjanna.

Bárður Örn Bárðarson

Ef þið hafið upplýsingar, sendið á:
hammond@simnet.is

Uppfært 19-04-07