HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 374
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 510
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 6497362
Samtals gestir: 334154
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 14:22:35

Jagúar

Jagúar 1998-
Ingi S. Skúlason - Bassi 1998-
Daði Birgisson - Hljómborð 1998-2005 (08-09-77)
Börkur H. Birgisson - Gítar 1998-2005
Jón Indriðason - Trommur 1998-1999
Hrafn Ásgeirsson - Tenór Sax 1998-2000
Birkir  Mattíassson - Trompet 1998-2000
Samúel Jón Samúelsson - Básúna og söngur 1999-
Sigfús Örn Óttarsson - Trommur 1999-2002 / 2002-2005
Kjartan Hákonarsson - Trompet 2000-
Eyjólfur Þorleifsson - Tenór Sax 2001-2003
Erik Qvik - Trommur 2002
Óskar Guðjónsson - Tenór Sax 2003-
Hjörleifur Jónsson - Trommur 2005 / 2008-
Ómar Guðjónsson - Gítar 2005-
Jóhann Hjörleifsson - Trommur 2005-2006
Einar Scheving - Trommur 2006-2008


Óskar-Ingi-Hákon-Sammi-Ómar-Jói

 
 1. LP Jagúar, desember 1999
 
 
 2. LP Get The Funk Out, júní 2001 (Fljúgandi Diskar)

 
 3. 12" That´s your problem baby, 2003 (Freestyle Records)
 
 
 4. LP Hello Somebody, nóvember 2004 (Smekkleysa)

 
 5. 12" One Of Us, mai 2004 (Smekkleysa/Bad Taste)

 
 6. 7" Battle of funk, 2006 (Freestyle Records)
 
 
 7. LP Shake it good, ágúst 2007 (Íslenska Fönksamsteypan ehf.)

 8. LP væntanleg 2009

Jagúar Hljómsveitin Jagúar var stofnuð sumarið 1998 af sex einstaklingum sem deildu brennandi áhuga á grúf-miðaðri músik á borð við fönk, latín, sól og rokk. Sex mánuðum og óteljandi tónleikum síðar hafði hljómsveitin sett varanlegt mark sitt á danstónlistarmenningu Reykjavíkur.

Tónlist Jagúar nýtur sín best lifandi og þessvegna hefur hljómsveitin leikið linnulaust á nær öðrum hverjum dansstað í Reykjavík. Mílusteinar á vegi hljómsveitarinnar hafa verið Jazzhátíðin í Reykjavík, tónleikaferð um Ísland, útgáfutónleikar í íslensku óperunni og tónleikar með Wayne Horwitz og Zony Mash. Í desember 1999 gaf hljómsveitin út sína fyrstu plötu, Jagúar, sem innheldur 10 frumsamin lög. Í lok júní 2001 kom svo út önnur plata hljómsveitarinnar, "Get the funk out" auk kvikmyndarinnar "Jaguar, the movie".

Í febrúar 2002 fengu Jagúar "Íslensku tónlistarverðlaunin" fyrir plötu ársins (Get The Funk Out) og Sigfús trommari hætti. Erik Qvik var ráðinn með það sama í hans stað í mars og bandið fór til Noregs í Side Sounds tónleikaferð með The Real Ones. Erik hætti í bandinu í júlí og í hans stað kom Sigfús aftur. Bandið hóf að koma með meiri raddir í bandið og básúnuleikarinn Samúel Jón hóf að syngja. Í september fór Jagúar í tónleikaferð til Belgíu og Hollands

Í febrúar 2003 spiluðu Jagúar  í fyrsta skiptið í Bretlandi í The Jazz Café í London. Í Apríl fór bandið að spila á nætursýningum eftir hetjunni þeirra Maceo Parker í Brussel í Belgíu. Bandið fór í 3. vikna túr í Belgíu, Hollandi, Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Bretlandi í mai.
Í september snéri bandið aftur til Jazz Café til að gefa út fyrstu smáskífuna í Bretlandi, "That´s Your Problem Baby" frá Freestyle Records. Í Október 2003 var bandið partur af heiðurs Motown sýningu í Broadway leikhúsinu. Bandið fékk tækifæri til að flytja marga af sínum uppáhalds Motown fönk slögurum eins og Marvin Gay´s "What´s Going on" og Temptations "Papa Was a Rolling Stone".

Í may 2004 breyttist Jagúar í 14 manna big band í Reykjavik Art Festival og flutti tónlist Tómasar R. Einarssonar. Tónleikarnir voru hljóðritaðir og komu út undir nafninu "Dance You Idiot !"
Í júlí hófst bandið til við að taka upp 3. plötuna sína og komu fram í Summer Stage festival í New York. Al Stone (fyrrum framleiðandi Jamiroquai) kom til Íslands í ágúst til að vinna með bandinu og það gerði einnig Guðfaðir fönksins, Mr Dynamite. Draumur Jagúars varð að veruleika þegar þeir fengu að hita upp fyrir James Brown í Reykjavik tónlistar höll í ágúst. "Hello Somebody" (3. platan) kom út í nóvember 2004. Jagúar komu fram með Harry Belafonte í Íslenska Ríkissjónvarpinu í desember. Á Íslensku tónlistarverðlaununum í febrúary 2005 fengu Jagúar 4 tilnefningar þar á meðal "bestu flytjendur" og "Jass albúm ársins". Í mai fóru Jagúar lítinn túr til Svíþjóðar og Bretlands til að auglýsa Bretlands útgáfuna af "One Of Us".

2006 hófust þeir handa við 4. plötuna og "Disco Diva" (útvarps smáskífa) kom út í september.

Í febrúary 2007 fór bandið til Danmerkur til að taka upp fjórðu plötuna "Shake It Good" sem kom svo út í ágúst 2007.

2008 spilaði bandið á jazz hátíðum í Evrópu ekki síður enn á Íslandi.

Í January 2009 hóf bandið að skrifa og setja niður hugmyndir að nýrri plötu og þeirri 5. sem á að koma út sumarið 2009.

Tekið af tonlist.is og þýtt af facebook síðu hljómsveitar.

Uppfært 03-09-09