HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 1017
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 501
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 6498506
Samtals gestir: 334207
Tölur uppfærðar: 14.12.2018 06:24:27

Hraun

Hraun 2003-
Svavar Knútur Kristinsson - Söngur, gítar, harmonikka og ýmis önnur hljóðfæri 2003-
Jón Geir Jóhannsson - Trommur, ásláttur og bakraddir 2003-
Loftur Sigurður Loftsson - Bassi og bakraddir 2003-
Guðmundur Stefán Þorvaldsson - Gítar og bakraddir 2003-
Hjalti Stefán Kristjánsson - Flauta, nýlenduvörur og bakraddir 2005-
Gunnar Ben - Píanó og bakraddir 2007-


Gummi-Hjalti-Svavar-Jón Geir-Loftur-Gunni
 
 
 1. LP Þrautgóðir á Hraunarstund: Jólaplatan 2003
 
 
 2. LP Kátt er um jólin: Jólaplatan 2004
 
 
 3. LP Partýplatan Partý 2005
 
 
 4. LP Höldum jól: Jólaplatan 2005
 
 
 5. LP Jólamolar: Jólaplatan 2006

 
 6. LP I can´t believe it´s not happiness, 15 júlí 2007 (Dimma)

 
 7. LP Silent treatment 2008 (Dimma)

Hljómsveitin Hraun

HRAUN! var stofnuð síðsumars 2003 af Svavari Knúti Kristinssyni, Loftur Sigurði Loftssyni, Jóni Geir Jóhannssyni og Guðmundi Stefáni Þorvaldssyni. Hraun er einföld hljómsveit og spilar mest einfalda tónlist. Við höfum mjög gaman að tónlist svo við reynum að halda skemmtilegu andrúmslofti þegar við spilum, þrátt fyrir alla melankólíu.

Þá fylgir Hrauninu Gríðargott Krú sem stendur með sveitinni í gegnum þykkt og þunnt.

Meginheimspeki Hrauns! er að vera dálítið eins og Hraun, gróft, drynjandi, einfalt, heitt og á hreyfingu. Við reynum að einangra okkur ekki við eina tegund tónlistar, en reynum að halda okkur við upprunalegan tilgang tónlistar, að hreyfa fólk á einn eða annan hátt...

Það má segja að eitt helsta manífestó sveitarinnar sé að brúa bilið milli þess að vera listamenn og skemmtikraftar. Að sýna það að listamenn geta verið skemmtilegir og skemmtikraftar geta haft ýmislegt áhugavert að segja og fram að færa.

Tekið af heimasíðu hljómsveitar.

Uppfært 01-09-09