HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 1017
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 501
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 6498506
Samtals gestir: 334207
Tölur uppfærðar: 14.12.2018 06:24:27

MausMaus 1993-
Birgir Örn Steinarsson - Söngur, Gítar 1993- (17-05-76)
Eggert Gíslason - Bassi 1993- (24-11-76)
Páll Ragnar Pálsson - Gítar 1993- (25-07-77)
Daníel Þorsteinsson - Trommur 1993- (26-04-76)


Eggert-Biggi-Palli-Danni

  
 1. LP Allar kenningar heimsins... ... og ögn meira, 17. september 1994 (Smekkleysa)
 
  
 2. LP Ghostsongs, 26. október 1995 (Spor)
 
  
 3. LP Lof mér að falla að þínu eyra, 4. nóvember 1997 (Sproti)
 
  
 4. LP Í þessi sekúndubrot sem ég flýt, 4. nóvember 1999 (Sproti)
 
  
 5. LP Musick, 16. júní 2003 (Smekkleysa)
 
 
 6. EP Life in a fishbowl 2003 (Smekkleysa)
 
 
 7. LP Tónlyst 1994-2004 - Lystaukar 1993-2994 2004 (Dennis)

Maus

Maus
maus, að gera eitthvað sem krefst einbeitingu og tekur langan tíma. svoldið bara eins og við erum.
...við stofnuðum hljómsveitina í apríl 1993. það lá einhvern veginn bara í loftinu að það ætti að fæðast hljómsveit á þessum tíma. ég og eggert vorum búnir að vera með hljómsveitina í maganum mjög lengi og löngu komnir yfir venjulegan meðgöngutíma.

getnaður hafði átt sér stað í svefnherbergi eggerts á laugardagseftirmiðdegi með undurfallegum hljóðfæraatlotum sem svo síðar urðu grunnar af nokkrum af fyrstu börnum sem hljómsveitin átti. ef ég man rétt voru þessi börn þó flest borin út en eitt fékk þó að blómstra en það barn hlaut nafnið "ljósrof". og hefur það barn yfirgefið foreldrahús og hafið sljálfstætt líf. danni var hluti af árbæjarmafíunni og tókst okkur að neyða hann inn í hljómsveitina stuttu eftir að palli var ættleiddur inn í fjölskylduna...

...í mars 1994 vann hljómsveitin músíktilraunir, eftir blóð svita og tár. og í framhaldinu á því var kominn tími til að sleppa einu barninu okkar út í hinn stóra grimma heim hrokafullra eyrna. þetta barn var skýrt "skjár" í höfuðið á rafmagnshúshaldinu góða. lagið fékk að vera "memm" á plötunni "smekkleysa í hálfa öld" sem kom út 17.júní, en það má til gamans geta að þá var einmitt 50 ára afmæli lýðveldissins. laginu vegnaði ágætlega í landi undirtónaleysis og almennar ládeyðu, og vingaðist það svolítið við nokkra útvarpsmenn á þá splúnkunýrri útvarpsstöð, x-ið 977...

...17.september 1994 gáfum við út fyrstu stóru plötuna okkar, "allar kenningar heimsins... ...og ögn meira". hún er skýrð í höfuðið á kafla úr "atómstöðinni" eftir halldór kiljan laxness. á plötunni eru níu lög: "ósnortinn", "sár", "ljósrof", "líkþrá", "drukkandi ég", "fingurgómakviða", "minn felustaður, minn haus", "lost" og "leiftursýn". platan var gefinn út af smekkleysu, og fékk prýðis undirtektir...

...fyrripart árs 1995 skrifuðum við undir útgáfusamning hjá plötufyrirtækinu spor. óhætt er að segja að okkur voru ekki boðnir gull né grænir skógar heldur einfaldlega aðferð til að ná að koma út næstu plötu. hljóðfæraatlot okkar strákanna var sífellt að verða grófari og tilraunakenndari svona rétt til að krydda aðeins upp á sambandið. mikið var leitað í íslenskan undirtón sem skapaði svo mjög þá tregakenndu stemmingu sem við fönguðum á plötunni. platan var mest öll sungin á ensku að óskum útgefanda enda ekki fjármagn til að gera tvær útgáfur. við leggjum þó alltaf áherslu á íslenska tungu, enda þrjóskir með eindæmum. platan var skýrð "ghostsongs" í höfuðið á einu lagi plötunnar. á plötunni eru ellefu lög: "eingyðsvolæði/monothemisery", "djúpnæturgangan/the deepnightwalk", "þinn viðhlæjandi og vinur", "fylgjan/ghostsong", "himbalagimbala", "sætabrauðsdagarnir eru búnir/candyflosdays are over", "the bridge", "flæði/song about fluids", "slæmur/wicked", "girls on film" og "ótti/fear". platan er ekkert léttmeti og fékk ekki mikin byr þrátt fyrir afbragðs dóma...

...árið 1996 fór mest í það að þroska hljómsveitina með spilamennsku og lagasmiðum...
...eftir þó nokkuð hlé frá útgáfu strauk eitt afkvæma okkar að heiman og fann sig óvart inn í hringiðju útvarpsspilunar og undrunar. þetta var lagið "égímeilaðig". okkur til lítillar furðu varð þetta okkar vinælasta lag frá upphafi. það kom svo út á plötunni "blossi:810551" sem innihélt tónlist úr samnefndri mynd, sem gæti alveg verið ein vandræðilegasta mynd sem ég hef á ævinni séð. fyrr á þessu sama ári, 1997, gerðist okkur sú lukka að kynnast sóma pilt sem heitir roger. roger er hljómborðsleikari í minni upáhaldshljómsveit, the cure.

við náðum að lokka hann í það að spila á nokkrum lögum á þriðju plötunni okkar "lof mér að falla að þínu eyra", sem kom út 4.nóv 1997. það er bara eitthvað svo spennandi við langa titla. á plötunni eru tíu lög: "síðasta ástin fyrir pólskiptin", "90.kr perla", "poppaldin", "égímeilaðig", "hreistur og slím", "ungfrú orðadrepir", "kristalnótt", "halastjarnan rekst á jörðina", "tvíhöfða erindreki" og "ryðgaður geimgengill". viðbrögðin létu ekki á sér standa. við vorum allt í einu byrjaðir að sást á vinsældarlistum og þónokkur lög af þessari plötu voru mikið spiluð...
...svo unnum við íslensku tónlistarverðlaunin 1998 sem hljómsveit ársins...

...um sumarið gáfum við svo út lagið "allt sem þú lest er lygi" á safnplötunni "kvistir". einnig læddist lagið "(inn í)kristalnótt" inn á safnplötuna. þar var lagið búið að hátta sig úr öllum rafmagnsfötunum og er það eina allsbera lagið sem hljómsveitin maus hefur gefið út til þessa...

...nýjasta breiðskífa okkar, sú fjórða í röðinni, heitir "í þessi sekúndubrot sem ég flýt" og var útgáfudagur hennar nákvæmlega tveimur árum á eftir næstu plötu á undan eða 4. nóvember 1999. á plötunni eru tíu lög: "strengir", "báturinn minn lekur", "dramafíkill", "gefðu eftir (síðasta sjónvarpslagið)", "gerð úr við", "allt sem þú lest er lygi", "kerfisbundin þrá", "kemur og fer", "bílveiki" og "maðurinn með járnröddina". af öllum börnunum okkar er ég mjög stoltur en ég verð nú bara að viðurkenna þá höfuðsynd að mér þykir eiginlega svoldið vænna um þessi nýju en þau eldri. við erum búnir að fá mjög góða dóma og þetta heldur bara allt áfram að vera glimrandi skemmtilegt...

...og hvað næst?

Svo var bara spilað og spilað en ekki fyrr en 4 árum seinna eða 2003 kom út 5 breiðskífa bandsins og heitir Musick. Eftir það hefur lítið verið að gera hjá bandinu en samt sem áður ári seinna eða 2004 kom út hálfgerð tvöföld safnplata þar sem fyrri platan er safn af því besta en seinni platan er upptökur sem aldrei hafa komið út áður, eins og live, og demo upptökur og einnig útgáfur deLpHi, Dáðadrengja, Quarashi og GusGus. Er Maus hætt eða? (sjálfir segja þeir "Hell, Nei !!! ".)

Tekið af tonlist.is / Seinustu klausuna skrifaði ég sjálfur.

Uppfært 08-09-09