HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 491
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 6495615
Samtals gestir: 333920
Tölur uppfærðar: 9.12.2018 18:36:15

Hljómar

Hljómar (fyrsta giggið 5. október 1963) 1963-1969 / 1973-1975 / 2003-
Eggert fyrsti Trommari bandsins kom með nafnið.
Einar Júlíusson - Söngur 1963-1964
Gunnar Þórðarsson - Gítar, Söngur, Þverflauta 1963-1969 / 1973-1975 / 2003- (04-01-45)
Eggert Kristinsson - Trommur 1963-1964
Kristján Erlingur Rafn Björnsson - Hryn Gítar, Söngur 1963-1969 / 2003-
Guðmundur Rúnar Júlíusson - Bassi, Söngur 1963-1969 / 1973-1975 / 2003- (13-04-45)
Karl Hermannsson - Söngur 1964
Engilbert Jensen - Trommur, Söngur 1964-1965 / 1966-1969 / 1973-1975 / 2003-
Pétur Östlund - Trommur 1965-1966
Patricia Gail Owens, Shady - Söngur 1967-1969
Björgvin Helgi Halldórsson - Söngur 1973-1975 (16-04-51)


Erlingur-Gunni-Rúnar-Engilbert
 
 
  1. 7" Hljómar ´65 1965 (SG hljómplötur)
 
 
  2. 7" Hljómar 1966 (SG hljómplötur)

 
  3. 7" Umbarumbamba 1966 (SG hljómplötur)
 
 
  4. LP Hljómar 1967 (SG hljómplötur)

 
  5. LP Hljómar II 1968 (SG hljómplötur)

 
  6. 7" Hljómar 1968 (SG hljómplötur)

 
  7. LP Hljómar ´74 1974 (Hljómar)

 
  8. 7" Hljómar ´74 Let it flow / Slamat djalan mas 1974 (Hljómar)

 
  9. LP Hljómar 1965-68 lög Gunnars Þórðarssonar 1978 (Geimsteinn)

 
 10. LP Íslensku Bítlarnir Hljómar frá Keflavík 1988 (Taktur)

 
 11. LP Hljómar 2003 2003 (Skífan)

 
 12. LP Hljómar 2004 2004 (Skífan)

Það var á vordögum maímánaðar á því herrans ári 1963 að helsti dægurlagafrömuður Suðurnesja, hljómsveitarstjórinn Guðmundur Ingólfsson tilkynnti mannskapnum að hann hygðist leggja hljómsveitina sína niður.

Ungu strákarnir í bandinu þeir Gunni Þórðar gítarleikari á Sunnubrautinni og Eddi Kristins trommari voru nú ekki alveg á þeim buxunum að hætta að spila strax. Þeir urðu sammála um að það væri góð hugmynd að hvíla sig á rokkinu og stofna Bossa- Nova band! En það átti eftir að breytast all snögglega. Eddi fór í mánaðarferð til Englands, kom heim í byrjun júlí og öllum áformum um settlega Latin-músik var vikið til hliðar.

Hann talaði nú ekki um ananð við Gunna en magnaðan kvartett sem hann sá leika á hverju kvöldi í heila viku suður í Bournemouth. Hróður þeirrar sveitar fór eins og eldur um sinu um allar Bretlandseyjar og var þegar farinn að berast út fyrir landsteinanna. Þeir kölluðu sig The Beatles og voru nýbúnir að gefa út stóra plötu. Í Keflavík var nú allt sett í gang.

Elli Björns sem þá bjó á Brekkubrautinni, bak við styttuna af Óla Thors var sjálfkjörinn á rythmgítarinn, en nafni hans Jónsson sem hafði verið á bassa með strákunum hjá Guðmundi Ingólfs var ekki jafn augljós kostur. Fyrir það fyrsta var hann töluvert eldri en strákarnir og þar fyrir utan vildi hann helst ekki spila nema að fá allt útskrifað á nótum, en það passaði einhvern vegin ekki við nýju gardínurnar!

Gunni Þórðar stakk upp á að fá vin sinn og jafnaldra, hann Rúnna Júll á Skólaveginum til að leika á bassa í hljómsveitinni. Menn voru nú ekki alveg sammála þessu. Ástæðan var ofur einföld, Rúnni kunni ekki á hljóðfærið, en Gunni gaf sig ekki, sagðist taka ábyrgð á vini sínum og myndi kenna honum. Ókei ! Einsi Júll, sem sungið hafði með hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar var síðan fimmti maður. Nú hófust stanslausar æfingar alla daga, Rúnni átti nýju plötuna með The Beatles, af henni voru æfð sex lög og öðrum sjötíu og fjórum rokk- og dægurlögum bætt við.

Það vantaði nafn á hljómsveitina og kvöld eitt í september á æfingu í Krossinum var tekið á því máli. Þrjár tillögur lágu fyrir, einhver stakk upp á Strengjum, Rúnni stakk upp á Black Knights, en Eddi lagði til að nafnið Hljómar yrði notað. Hljómar varð ofan á í atkvæðagreiðslu og svo héldu menn áfram að æfa og æfa.

Stóra stundin rann upp þann 5. október. Eftir þriggja mánaða þrotlausar æfingar fengu strákarnir tækifærið óvænt upp í hendurnar. Hljómsveit úr Reykjavík sem var bókuð á ball í Krossinum boðaði forföll með fárra daga fyrirvara og Hljómar frá Keflavík hlutu eldskírn sína þetta kvöld. Rúnni sneri hliðinni í áhorfendur allt kvöldið, þeir héldu að kappinn væri að sálast úr feimni. Það var nú ekki ástæðan, heldur var hann að fylgjast með Gunna segja sér til með bassaleikinn: " F , B, F C o.s.frv. Þeir fengu firna góðar undirtektir enda margt sem hjálpaðist að.

Þeir voru frumherjar það fór ekki á milli mála, ekki aðeins fyrsta bandið sem búið var að æfa almennilega nýju bítlalögin , heldur voru þeir einnig í alvörubúningum. Rúnni hafði á boltaferðalagi í útlöndum keypt forláta svart leðurvesti með rauðu baki og krómuðum hnöppum og fékk mömmu sína til að sauma samskonar vesti á hina strákana. Undir vestunum voru allir í röndóttum Melkaskyrtum sem Eddi hafði keypt í London. og með svartar leðurslaufur. Langflottastir! Það var líkt með Hljóma frá Keflavík og Bítlana frá Liverpool, frægð þeirra barst með leifturhraða um landið allt. Þennan vetur voru þeir eftirsóttasta hljómsveitin á skólaböllum Reykjavíkuræskunnar. Um vorið var haldið í hringferð um landið allt og leikið á stærstu útisamkomu sumarsins í Húsafelli.

Á þessu fyrsta ári urðu nokkur söngvaraskipti í bandinu. Einsi Júll söng með þeim fyrstu þrjá mánuðina, en hætti þegar hann fór í hálskirtlatöku . Kalli Hermanns, skólafélagi Gunna og Rúnna leysti hann af hólmi í ársbyrjun 1964 og var aðalsöngvari Hljóma til vorsins.Hann hætti áður en fyrsta hringferðin hófst og fór á námssamning hjá rafvirkjameistara. Það var sjónarsviptir af Kalla, bæði hafði hann næmt eyra fyrir þeirri tegund af tónlist, sem var í hávegum höfð og féll einnig vel inn í hópinn.

Rúnni, Gunni og Elli skiptu söngnum á milli sín þetta sumar, en um haustið eftir fræga för til Liverpool borgar settist Berti Jensen við trommusettið í stað Edda og gerðist ásamt Rúnna Júll helsti söngvari sveitarinnar næstu árin. Þetta haust fengu drengirnir plötusamning, fyrstir allra ungra hljómsveita í landinu. "Bláu augun þín" (Berti ) og "Fyrsti kossinn" (Rúnni) voru fyrstu tvö af fjölmörgum sönglögum Gunna Þórðar, sem slegið hafa í gegn hjá íslensku þjóðinni. Hljómar tóku á sínu fyrsta starfsári forystuna í bítlamenningunni á Íslandi og létu hana aldrei af hendi.

Keflavík og Hljómar eru órofa heild í hugum margra Íslendinga. Hljómar komu öðrum fremur menningarlífi Keflavíkur á kortið. Fáir Íslendingar hafa hlotið viðlíka frægð og viðurkenningu samlanda sinna. Fararstjórar Kiwanis- og Lionsklúbba sem koma víðvegar að af landinu í skipulagðar ferðir til Keflavíkur láta stöðva rútuna við skáhúsið á Sólvallagötunni, æskuheimili Rúnna og tilkynna: "Þarna bjó hann, þegar ævintýrið byrjaði" og síðan er numið staðar víð Skólaveginn: "Hérna býr hann núna."

Óttar Felix Hauksson

Uppfært 31-08-09