HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 303
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 364
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 6496391
Samtals gestir: 334037
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 08:04:32

Ensimi

Ensimi 1996-
Hrafn Thoroddsen - Gítar, Söngur, Hljómborð 1996-
Franz Gunnarsson - Gítar, Söngur 1996- (12-02-75)
Jón Örn Arnarsson - Trommur 1996-2003
Þórdís Claessen - Bassi 1997
Oddný Sturludóttir - Hljómborð 1997-1999
Kjartan Róbertsson - Bassi 1997-2001
Guðni Finnsson - Bassi 2001-
Kristinn Gunnar Blöndal - Hljómborð 2003-
Arnar Gíslason - Trommur 2003
Þorbjörn Sigurðsson - Hljómborð, Bakrödd 2009-


KGB-Franz-Addi-Hrafn-Guðni

 
 1. LP Kafbátamúsík, september 1998 (Dennis)

 
 2. LP BMX, haust 1999 (Dennis)

 
 3. LP Ensími, október 2002 (Hitt records)

Hljómsveitin Ensími var stofnuð árið 1996. Upphafsmenn og stofnendur voru Hrafn Thoroddsen og Jón Örn Arnarson. Þeir félagar höfðu getir sér gott orð sem meðlimir í einni vinsælustu rokkhljómsveit landsins á þessu tíma en langaði breyta til að gera eitthvað nýtt og spennandi. Eftir tímabil tilrauna með hljóðsmala og rafmagnsgítara fór tónlistin að taka á sig mynd.

Útgáfusamningur var gerður við Dennis/Skífuna um útgáfu á fyrstu plötum hljómsveitarinnar. Fyrsta plata Ensími leit dagsins ljós í október 1998 og hlaut nafnið "Kafbátamúsik". Platan fékk frábærar viðtökur og í framhaldi af því fékk hljómsveitin tvenn verðlaun á Íslensku Tónlistarverðlaununum fyrir það árið; sem bjartasta vonin og einnig var lagið "Atari" valið lag ársins. Í tónlistaruppgjöri síðustu aldamóta var platan einnig tilnefnd sem "Plata aldarinnar"

Árið 1999 var hafist handa við gerð annarar plötu sveitarinnar. Upptökustjórinn heimsþekkti Steve Albini sem er best þekktur fyrir vinnu sína með hljómsveitum og listamönnum eins og Pixies, Nirvana og Page & Plant (Led Zeppelin) lýsti áhuga sínum á að vinna með Ensími og kom hann til landsins og hljóðritaði hluta plötunnar sem síðan hlaut nafnið "BMX" og kom hún út á haustmánuðum 1999. Platan fékk góð viðbrögð og   varð margverðlaunuð líkt og "Kafbátamúsík" árinu áður. Ensími sýndi og sannaði með þessari útgáfu að hún var komin til að vera.

Eftir útgáfu "BMX" tók við tímabil þar sem hljómsveitn Ensími var dugleg við að kynna sig víða erlendis. Farið var í tónleikaferðir víða um Bandaríkin og Skandinavíu og áhugi erlendra útgáfufyrirtækja á hljómsveitinni töluverður.

Árið 2001 var ákveðið að ráðast í gerð þriðju plötunnar. Ákveðið var að vinna þessa plötu með öðrum hætti en hinar tvær. Hljómsveitin ákvað að koma sér upp eigin hljóðveri og stýra sjálfir upptökum. Í október 2002 kom síðan út platan "Ensími" á vegum HITT/ Eddu og er þetta fyrsta plata Ensími sungin á ensku.

Hljómsveitin hefur fengið einstaka dóma fyrir nýjustu plötu sína og er hljómsveitin enn og aftur tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunana, bæði sem flytjandi ársins og fyrir myndbandið við lagið "Brighter" sem er tilnefnt í flokknum myndband ársins.
Árið 2003 hætti Jón Örn trommari í hljómsveitinni og í hans stað settist Arnar Gíslason, sem hafði verið að spila með Stolía, Bang gang o.fl

Vegna vaxandi áhuga á hljómsveitinni frá erlendum útgefendum og aðilum tengdum tónlistargeiranum, ákvað hljómsveitin nýlega að skrifa undir samning við þekktan erlendan umboðsmann sem mun leitast við að kynna hljómsveitina á erlendum vetvangi.

Ensími hefur legið í dvala ekki löngu eftir að Jón Örn trommari sagði skilið við hljómsveitina 2003 en þeir spiluðu reyndar eitthvað áfram en aðalsprautan Hrafn Thoroddsen flutti svo erlendis þannig að það er bara að bíða og sjá hvort bandið vakni ekki einhverntímann úr dvala.

Það nýjasta af hljómsveitinni er það að frétta að hún kom saman aftur 2009 og gaf út eitt lag Waist band og fékk til liðs við sig Þorbjörn Sigurðsson á hljómborð og það er jafnvel plata á leiðinni.
Árið 2010 fór hljómsveitin að taka upp plötu og kom svo afreksturinn út um haustið og fékk nafnið Gæludýr.

Tekið af tonlist.is / Seinustu klausuna skrifaði ég sjálfur.

Ef þið hafið upplýsingar, sendið á:
hammond@simnet.is

Uppfært 30-08-09