HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 303
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 364
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 6496391
Samtals gestir: 334037
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 08:04:32

Á Móti Sól

Á Móti Sól 1995-
Heimir Eyvindarson - Hljómborð 1995-
Þórir Gunnarsson - Bassi 1995-
Björgvin J. Hreiðarsson - Söngur 1995-1999
Sæmundur Sigurðsson - Gítar 1995-1998
Ingólfur Arnar Þorvaldsson - Trommur 1995-1997
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir - Söngur 1996-1997
Stefán Ingimar Þórhallsson - Trommur 1997-
Sævar Þór Helgason - Gítar 1998-
Guðmundur Magni Ásgeirsson - Söngur, gítar 1999- (01-12-78)


Þórir-Magni-Heimir-Stebbi-Sævar

 
  1. LP Gumpurinn, 1997 (Á Móti Sól)

  2. LP 1999, 1999 (Á Móti Sól)

 
  3. LP áms, 2001 (Skífan)

 
  4. LP Fiðrildi, 2003 (Skífan)

 
  5. EP Allt, 2003 (Skífan)

 
  6. LP 12 íslensk topplög, 2004 (Samyrkjubúið)


  7. LP Hin 12 topplögin, 2005 (Samyrkjubúið)

 
  8. EP Þrisvar í viku, 2005 (Samyrkjubúið)

 
  9. EP Hver einasti dagur, 2006 (Samyrkjubúið)

 
10. EP Hvar sem ég fer, 2006 (Samyrkjubúið)

 
11. LP Á Móti Sól í 10 ár,nóvember  2006 (Samyrkjubúið)

 
12. EP Til þín 2008 (Samyrkjubúið)

 
13. EP Árin 2008 (Samyrkjubúið)

 
14. EP Sé þig seinna 2008 (Samyrkjubúið)

 
15. EP Ef þú ert ein 2009 (Samyrkjubúið)

 
16. EP Dagarnir 2009 (Samyrkjubúið)

 
17. LP 8 2009 (Samyrkjubúið)

Saga hljómsveitarinnar Á móti sól

Hljómsveitina Á móti sól skipa þeir Guðmundur Magni Ásgeirsson - söngvari, Sævar Helgason - gítarleikari, Heimir Eyvindarson - hljómborðsleikari, Þórir Gunnarsson - bassaleikari og Stefán Ingimar Þórhallsson - trommari. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1995 og Þórir og Heimir eru þeir einu sem eftir eru af upprunalegum meðlimum. Stefán gekk til liðs við hljómsveitina vorið 1997, Sævar vorið 1998 og púsluspilið var loks fullgert þegar Magni bættist í hópinn haustið 1999. 

Hljómsveitin hefur átt miklum vinsældum að fagna á íslenskum ballmarkaði og m.a verið í "lykilhlutverki" á vinsælustu útihátiðum landsins, t.a.m. 6 sinnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Lög ÁMS hafa mörg náð miklum vinsældum s.s  Djöfull er ég flottur, Á þig, Stelpur, Sæt, Vertu hjá mér, Þegar jólin koma, Spenntur, Afmæli, Austur-Þýzk, Ég er til, Eitthvað er í loftinu, Keyrðu mig heim, Drottningar, Allt, Einveran og núna síðast LANGT FRAM Á NÓTT.

Hljómsveitin hefur gefið út 6 plötur, þar af 4 með Magna innanborðs. Sú fyrsta bar hið undarlega nafn GUMPURINN og kom út 1997. Fyrsti "singull" þeirrar plötu var endurgerð á laginu Reykjavíkurborg sem Þú og Ég höfðu gert ódauðlegt mörgum árum áður. Þessi útgáfa fékk svolitla spilun í útvarpi á vormánuðum 1997, en um sumarið kom fyrsti alvöru smellurinn, Djöfull er ég flottur. Þar með fór boltinn að rúlla. Árið 1999 kom önnur plata sveitarinnar, en hún heitir einmitt 1999. Skemmtilegt;-) Í millitíðinni höfðu komið lög á safnplötum, m.a. Á Þig sem var á SVONA ER SUMARIÐ 1998. Á Þig var gríðarlega vinsælt sumarið 1998 og náði svo flugi aftur í órafmagnaðri útgáfu haustið 1999, en þá var Magni nýkominn í bandið, og lagið náði síðan þriðja "vinsældaskeiðinu" vorið 2002 þegar fyrsti ELDHÚSPARTÝ diskurinn kom út. Sannarlega góð nýting á einu litlu lagi. En semsagt breiðskífan 1999 fékk mjög góðar viðtökur hjá gagnrýnendum, en seldist nú ekki í neinum bílförmum, nokkur lög af plötunni náðu þó talsverðri útvarpsspilun, s.s. Sæt og Viagra. Þrátt fyrir að sala plötunnar gengi ekki sem skyldi gekk hljómsveitinni vel á ballmarkaðnum, sem fyrr. Um sumarið tilkynnti þáverandi söngvari, Björgvin Hreiðarsson, að hann ætlaði að hætta um haustið. Þá þefuðu strákarnir Magna uppi austur á Egilsstöðum, þar sem hann starfaði við brauðagerð og kökubakstur, splæstu á hann flugfari í bæinn þar sem var tekin smá prufa og má segja að sveitastrákurinn hafi verið ráðinn á staðnum, enda stóð hann sig prýðilega;-) Söngvaraskiptin urðu í September 1999 og Magni smellpassaði svo inní bandið að það þurfti ekki að gera neitt einasta hlé á spilamennsku! Síðasta ball Björgvins var skólaball á Astró á miðvikudegi og fyrsta ball Magna var réttaball á Hellu laugardaginn þar á eftir! 

Fyrsta lagið sem Magni tók upp í hljóðveri með bandinu var jólalagið, Þegar jólin koma, sem varð mjög vinsælt fyrir jólin 1999. Árið 2000 var hljómsveitin ekki með í plötuútgáfu en lagið Vertu hjá mér var á SVONA ER SUMARIÐ. Vorið 2001 frumflutti hljómsveitin lagið - Spenntur á Hlustendaverðlaunum FM 957 í Borgarleikhúsinu. Spenntur varð gríðarlega vinsælt, smellti sér á topp íslenska listans t.a.m. og í kjölfarið var undirritaður plötusamningur við Skífuna. Í September sama ár kom út 3. breiðskífa hljómsveitarinnar, og sú fyrsta með Magna innanborðs. Hún heitir ÁMS og fékk frábæra dóma hjá nær öllum gagnrýnendum nema gítarleikaranum í Fákum frá Grindavík, sem gagnrýndi plötuna fyrir blað sem nú er farið á hausinn. 

Sumarið 2001 var hljómsveitin í Bylgjulestinni og sjaldan hafði verið jafn mikið að gera í spilamennsku. Árið 2002 kom engin plata frá drengjunum en lagið Keyrðu mig heim var á SVONA ER SUMARIÐ, auk þess sem hljómsveitin átti 2 lög á Eldhúspartý - diskinum , sem áður er minnst á. 

Árið 2003 leit svo 4. breiðskífa hljómsveitarinnar dagsins ljós. Sú ber nafnið FIÐRILDI og gekk mjög vel í landann - enda  inniheldur hún nokkra af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar hingað til - Drottningar, Allt og Einveran til að nefna nokkur. 

Áms byrjaði 2004 með því að gefa út eitt lag - Langt fram á nótt - en síðan var stefnunni breytt aðeins þegar upp kom sú hugmynd að gefa út svonefnda ábreiðu-plötu með uppáhalds-íslensku lögum sveitarinnar. Afrakstur þess starfs er fyrsta gullplata bandsins - 12 íslensk topplög sem kom út fyrir jólin 2004 og seldist í bílförmum. Seinni hluti þessa verkefnis - Hin 12 topplögin - kom síðan nokkrum mánuðum síðar og vakti ekki minni lukku...

Hljómsveitin hefur átt miklum vinsældum að fagna á íslenskum ballmarkaði og m.a verið í "lykilhlutverki" á vinsælustu útihátíðum landsins, t.a.m. hefur hljómsveitin alls níu sinnum verið eitt af aðalnúmerunum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Lög ÁMS hafa mörg náð miklum vinsældum og nægir þar að nefna lög eins og Hvar sem ég fer, Spenntur, Árin, Ég er til, Vertu hjá mér, Keyrðu mig heim, Á þig, Djöfull er ég flottur, Allt, Langt fram á nótt, Sæt og jólalagið sívinsæla; Þegar jólin koma.

Hljómsveitin hefur gefið út 7 plötur og hafa fjórar þeirra náð gullsölu, sem verður að teljast viðunandi árangur svo ekki sé meira sagt! Áttunda plata sveitarinnar kom út árið 2009.


Tekið af heimasíðu hljómsveitarinnar og tonlist.is

Ef þið hafið upplýsingar, sendið á:
hammond@simnet.is

Uppfært 05-06-10