HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 191
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 390
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 6496669
Samtals gestir: 334086
Tölur uppfærðar: 12.12.2018 04:05:51

Aldrei fór ég suður 2007

Aldrei fór ég suður - Rokkhátíð alþýðunnar

Föstudagurinn 06. apríl 2007 föstudagurinn langi (dagur 1 af 2)
  1. Kristína Logos - Ísfirskt-Bolvískt tilraunaband
  2. Xenophobia - Þrír Ísfirskir drengir úr gaggó
  3. Nosfell - Frá Frakklandi
  4. Dónadúettinn - Að sunnan
  5. Pétur Ben - Er orðin þekktur á Íslandi
  6. Flís og Bógomil - Þekkja allir
  7. Pres Bongó - ?
  8. Slugs - Pönkarar frá Reykjavík
  9. Sökudólgarnir - Frá Ísafirði búsettir fyrir sunnan (Gunni Briem bróðir forfallaðist)
10. Mínus - Að sunnan
11. Stuð, gaman, gott - Dáni slick, Mugison, Valdi og Jón Geir
12. Blonde Redhead - Frá New York í Bandaríkjunum
PARTÝIÐ BYRJAR KLUKKAN 19:00-00:00
Þetta verður bara sjúklegt.

Laugardagurinn 07. apríl 2007 (dagur 2 af 2) (Afmælisdagur Meistara Megasar)
  1. Pollapönk - Halli og Heiðar úr Botnleðju
  2. Hrólfur Vagnsson - Frá Bolungarvík
  3. Turtle Cuts (Charlie) - Franskur Íslandsvinur kemur vestur
  4. The Geiri Talent Show - Ísfirskur ROKKARI
  5. Jan Mayen - Frá Reykjavík
  6. Þröstur Jóhannesson - Búsettur seinustu ár á Ísafirði en er frá Keflavík
  7. Dóri DNA - Frá Mosfellsbæ
  8. Skriðurnar - Bolvískar konur
  9. Sprengjuhöllin - Frá Reykjavík
10. Siggi Björns - Frá Flateyri
11. Esja - Daníel Ágúst Haraldsson og Krummi í Mínus
12. Æla - Pönkarara frá Keflavík
13. Grjóthrun í Hólshreppi + Óli Popp - Frá Flateyri
14. Lúðrasveit tónlistarskóla Ísafjarðar - Þar spilar Bryndís systir
15. Lay Low - Óþarft að kynna
16. Ampopp - Einnig óþarft að kynna en þar spilar Ísfirðingurinn Jón Geir Jóhannsson á trommur
17. Flæði - Frá Ísafirði og Bolungarvík
18. Reykjavík! - Allir að vestan nema söngvarinn Bóas Hallgrímsson sem er frá Mosfellsbæ
19. Bloodgroup - Frá Egilstöðum
20. Dr. Spock - Frá Reykjavík með Óttar Proppé innanborðs
21. FM Belfast -  Að sunnan
22. MUGISON
23. Benny Crespos Gang - Að sunnan með Lay Low innanborðs
24. Fjallabræður í Önundarfirði
25. HAM
PARTÝIÐ BYRJAR KLUKKAN 15:00-02:00
Þetta verður bara sjúklegt


visir.is | 22.04.2007 | 08:08

Einstakt á Ísafirði!

Blaðamenn bresku miðlanna Drowned in Sound, Times og Guardian taka allir í sama streng þegar þeir lýsa upplifun sinni af tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem var haldin á Ísafirði um páskana, sem algjörlega einstökum atburði.

"Innan um stórkostlegt landslag þá er það mannlegi þátturinn - sjómennirnir á barnum, ungbörn með eyrnahlífar og yngri kynslóðin upp við sviðið sem gera þessa hátíð einstaka," segir blaðamaður Drowned in Sound. Hann fjallar um mörg tónlistaratriðanna en segir áhrifamestu augnablik hátíðarinnar hafa skapast þegar Lúðrasveit Tónlistarskólans á Ísafirði spilaði Smoke on the Water og kór Fjallabræðra hóf raustina yfir kraftmikla rokktakta.

Phoebe Greenwood, rokkritstjóri The Times, fjallar um þann fjölda góðra hljómsveita sem komu fram á hátíðinni. "Þú myndir sjá fólki bregða ef tónlistarhátíð með hljómsveitum sem nefnast Æla, Slugs, Dr. Spock og Ham myndi vera við dyragættina hjá því í smábæ í Englandi," segir hún um leið og hún heillast af opnum hug Ísfirðinga gagnvart tónlist. ÚTÓN skipulagði ferð blaðamannanna vestur í samvinnu við Ísafjarðarbæ, Ferðamálastofu og Flugleiðir.