HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 1016
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 1207
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 6499712
Samtals gestir: 334280
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:46:05

1984

Ferðasagan mín til Leirufjarðar þegar ég var 13 ára gamall fyrri hluti 1984

Föstudagurinn 6.júlí 1984 Dagur 1.
Lagt var að stað til Flæðareyris klukkan 10:00. Klukkan 15:05 komum við að Flæðareyri. Klukkan 15:30 lögðum við af stað til Leirufjarðar, það voru Hjörtur, Guðrún, Anna, Þórarinn, Ég (Gummi) og Bryndís. Þegar þar var komið var farið að tjalda, drukkið var eftir það. Ég fór svo inn í tjald og hafði það svo svakalega rólegt. Pylsur voru í matinn hjá okkur. Eftir matinn var ég að leika mér. Ég, Bryndís og Gunnar skruppum svo til Stínu. Þegar heim var komið sáum við bátinn Friðrik. Komu þau svo í land. Lóa, Valdís, Stonni, Steingrímur, Kristín og Bibbi. Fór Lóa svo að tjalda. Ég, Streingrímur, Bryndís, Gunnar Örn og Kristín fórum svo að leika okkur. Fórum svo ég og Steingrímur inn í hlýjuna til afa og ömmu. Fór hann Steingrímur svo út. Hafði ég mig þá til í háttinn. GÓÐA NÓTT.

Laugardagurinn 7.júlí 1984 Dagur 2.
Ég vaknaði klukkan 10:00. Fékk mér svo að drekka. Ég fór svo út að leika við Steingrím. Eftir matinn fór ég að leika við Steingrím og hina og þessa. Fékk mér svo að drekka. Fórum svo út í Flæðareyri. Þar var Flæðareyrishátíðin í gangi og þar voru mörg skemmtileg skemmtiatriði. Svo var haldið heim á leið til Leirufjarðar á bátnum Friðrik. Heima fékk ég mér að drekka. Svo fór ég út í tjald til Steingríms og Kristínar. Höfðum við það rólegt. Fórum við svo að sofa. GÓÐA NÓTT.

Sunnudagurinn 8.júlí 1984 Dagur 3.
Ég vaknaði í tjaldinu hjá Lóu því ég hafði sofið þar um nóttina. Fékk mér að drekka. Fór svo út og inn í tjald, þaðan fór ég svo inn í hjólhýsið. Fórum við þá að spila ég, Steingrímur og Halli. Fórum við svo að leika okkur ég og Steingrímur. Fór svo í yfir við Bryndísi, Steingrím og Kristínu. Fóru svo allir krakkarnir upp í hlíð að leika okkur. Þegar ég og Steingrímur komum niður hlíðina fórum við að leita að Bryndísi og Kristínu. Fórum svo í yfir. Inn í hjólhýsið fórum við svo að spila. Fékk mér svo að drekka. Ég og Steingrímur lékum okkur allan daginn. Pylsur fengum við svo í matinn. Að því loknu fór ég að leika við Steingrím, Bryndísi, Kristínu og Gunnar en mest við Steingrím. Svo fór ég að gá í netin. Fór Gunnar svo með Halla að læk að skoða fisk sem við vorum búin að setja þar. Vorum við ég, Bryndís og Kristín að leika okkur og hlupum svo að læknum að skoða fiskana sem þar voru. Tveir marhnútar og tveir kolar. Bryndís, Steingrímur og Gunnar litli komu með fiska en Kristín var með engan fisk. Þá voru komnir þrír marhnútar og þrír kolar og þrjú síli. Fórum við svo að tína marflær fyrir fiskana. Eftir það vorum við Steingrímur, Gunnar og Halli að leika okkur. Ég fór svo inn í hjólhýsið. Fór svo stuttu seinna til strákana. Ég og Steingrímur fórum svo að þvo okkur og svo inn í tjald að sofa því ég svaf hjá honum. GÓÐA NÓTT.

Mánudagurinn 9.júlí 1984 Dagur 4.
Ég vakna en lá nokkra stund í rúminu áður en ég fór á fætur. Fór svo framúr og fór að hafa mig til að fara heim á Ísafjörð. Svo var lagt að stað. Þá var þetta stutta frí búið hjá ömmu og afa. TAKK FYRIR MIG.

Ferðasagan mín til Leirufjarðar þegar ég var 13 ára gamall seinni hluti 1984

Mánudagurinn 30.júlí 1984 Dagur 1.
Fórum frá Ísafirði klukkan 7:00. Mér var boðið með Lóu og Munda, þar sem afi og amma komu ekki (sem var leitt). Ég var ekki viss hvað klukkan var þegar við komum til Leirufjarðar. Fengum okkur svo að drekka. Ég, Steingrímur og Kristín fórum í nokkur tölvuspil. Síðan var farið að koma sér fyrir. Síðan fórum við að sofa.

Þriðjudagurinn 31.júlí 1984 Dagur 2.
Ég vakna og fer framúr en vissi ekki hvað klukkan var. Fékk mér morgunverð og fór svo að leika við Steingrím og Kristínu. Svo fórum við ég og Steingrímur að ánni og fórum yfir á eyju 1, 2, og 3 sem við kölluðum, sem voru grasfletir þar sem áin rann framhjá. Þegar við ætluðum að fara að vaða yfir á eyju þrjú kallaði pabbi hans Steingríms á okkur í matinn. Síðan eftir matinn fórum við ég og Steingrímur að vaða yfir ánna. Ég týndi einum sokknum og Steingrímur rann til á sleipum steini og missti smá skóna í vatnið. Þá fórum við að skipta um sokka. Svo fórum við aftur að vaða og Kristín kom líka en þá datt ég út í. Fór ég svo að skipta um föt og fór svo að leika við Steingrím, Kristínu og Bertu. Fórum svo upp í sumarbústað. Fórum svo aftur að leika okkur. Svo kom matur. Eftir matinn fórum við að gá að flóðinu. Gá hvort það næði að bílveginum sem ég hafði gert. Svo fórum við ég og Steingrímur í tennis. Fórum svo aftur að gá að flóðinu sem hafði farið yfir veginn. Fórum svo ég, Steingrímur, Kristín og Berta í stuttbuxur og fórum að vaða í sjónum. Fórum svo inn í tjald eða réttarasagt tjaldkerruna. Fórum svo ég og Steingrímur að gá hvernig flæðið var. Svo fór ég upp í rúm að lesa bók. Fór svo út því að Stonni var að koma á Friðriki bát sem hann er oft á. Svo fór ég í rúmið, en þá var gáð í netin og fékk Steingrímur að fara með. Þegar þeir komu fór ég út að sjá hvort nokkuð hafi komið í netin og einn silungur var það. Svo var farið að sofa. GÓÐA NÓTT.

Miðvikudagurinn 1.ágúst 1984 Dagur 3.
Ég vaknaði og lá í rúminu fór svo framúr. Ég og Steingrímur fórum svo að gá á staðinn þar sem flóðið hafði verið. Svo sat ég út á palli og var að hlusta á tónlist. Svo fórum við ég og Steingrímur í tennis. Síðan fórum við að horfa á þegar verið var að færa kamarinn og tók ég nokkrar myndir. Eftir það fórum við ég og Steingrímur að leika okkur við ánna. Ég og Kristín fórum svo að vaða í ánni. Svo kom matur. Eftir matinn fór ég inn í fortjaldið á hjólhýsinu að hlusta á kassettur. Svo kom Kristín og fór svo eftir aðeins smá stund. Fór ég svo út. Ég og Steingrímur fórum svo í tennis. Svo fórum við að hafa okkur til í að fara í langt ferðalag upp hlíðina eða réttarasagt upp á fjall. Þegar heim var komið eftir þetta langa ferðalag fengum við okkur að drekka ég, Steingrímur og Kristín. Svo fór ég inn í fortjaldið hjá hjólhýsinu og fór að hlusta á tónlist. Svo fór ég út. Tennis fórum við í ég og Steingrímur. Svo kom matur. Eftir matinn fórum við á árabátinn og Svavar reri með árunum. Um leið gáðum við í netin og 1 silungur var þar. Þegar í land var komið fór ég að gera veg fyrir Steingrím, Kristínu og Bertu. Svo fór ég að gá að flóðinu. Svo fórum við ég og Steingrímur í tennis. Fórum svo að leika okkur hjá flóðinu. Steingrímur fór svo. Ég fór svo upp í sumarbústað og bað Steingrím að koma í tennis þangað til það væri komið meira flóð. Þegar við vorum nýbyrjaðir í tennis fórum við að gá að flóðinu. Síðan kom Kristín og Berta. Síðan fórum við ég, Steingrímur og Kristín upp í sumarbústaðinn. Fóru svo Mundi og Stonni á bátnum Friðrik út að Flæðareyri eða þar fyrir utan að gá að manni sem var þar á bátnum sínum og fengum við að koma með ég og Steingrímur. Þegar heim var komið fóru allir upp í sumarbústað. Svo var farið að sofa. GÓÐA NÓTT.

Fimmtudagurinn 2.ágúst 1984 Dagur 4.
Ég vaknaði og lá dálitla stund í rúminu. Svo fór ég framúr og út og inn í fortjaldið hjá hjólhýsinu og sat þar dálitla stund. Svo fór ég yfir í tjaldkerruna og svo aftur í fortjaldið að hlusta á kassettur, fór svo í tennis við Steingrím. Eftir tennisinn kom matur. Svo var ég ekkert sérstakt að gera fyrr en við ég, Steingrímur, Kristín og Berta fórum að fossinum með Lóu. Svo fórum við að teikna og lita, ég, Steingrímur og Kristín. Svo fórum við út og ég fór inn í hjólhýsið þar sem Steingrímur var og ég kallaði í talstöðina á Friðrik bátinn því Stonni hafði farið út að Flæðareyri eða þar sem maðurinn var frá í gær. Svo fór ég að gera hitt og þetta. Fór svo að horfa á Margréti þurrka sveppi. Fór svo að teikna. Þegar ég fór út fengum við krakkarnir ég, Steingrímur, Kristín og Berta að fara á árabátinn með Svavari. Þegar í land var komið fórum við ég og Steingrímur yfir ána að leirnum. Svo fórum við inn í tjaldkerruna að teikna. Svo kom báturinn Logi með nokkra farþega og það voru Guðrún, Inga, Hulda og Sveinn, komu þau svo í land. Eftir það kom matur. Svo fórum við ég, Steingrímur og Kristín að teikna. Svo fórum við ég og Steingrímur að leika okkur hjá flóðinu en enginn sjór kom í holuna þar sem við vorum oft að leika okkur. Svo fórum við upp í sumarbústaðinn og svo niður í tjaldkerruna. Svo var farið að hafa sig til í háttinn. Svo var farið að sofa. GÓÐA NÓTT.

Föstudagurinn 3.ágúst 1984 Dagur 5.
Ég vaknaði og lá í rúminu. Fékk mér svo að drekka. Lá í rúminu og var að lesa bók. Fór svo framúr og var að lesa bók. Svo kom matur. Eftir matinn var ég bara inni að lesa bók. Fór svo út í smástund en inn strax aftur. Svo fór ég upp í sumarbústaðinn. Svo var gáð í netin. 1 stór silungur í afa neti en minni silungur í Valdísar neti. Fórum svo upp í sumarbústaðinn. Fórum við ég og Steingrímur svo út að leika okkur. Eftir það fórum við upp í sumarbústaðinn. Svo fórum við inn í tjaldkerruna. Fór ég svo að lesa bók. Síðan var ég að gera ekkert sérstakt. Síðan fórum við ég og Steingrímur í tennis. Vorum svo að leika okkur í fjörunni. Svo fór ég inn í tjaldkerruna að bíða eftir matnum. Svo kom matur. Eftir matinn fór ég að leika við Steingrím. Fórum svo inn í tjaldvagninn og inn í hjólhýsið eftir það að reyna að kalla á Arnar bátinn sem Hjörtur yngri á. Ekkert frá honum heyrðist. Fórum við þá aftur inn í tjaldvagninn. Enn einu sinni fórum við inn í hjólhýsið að reyna að kalla á Hjört yngri en ekkert heyrðist. Fór ég út og inn í tjaldvagninn en Steingrímur varð eftir inn í hjólhýsinu. Fór ég að hlusta á kassettur. Svo komu Kristín og Berta. Eftir það fórum við ég og Steingrímur inn í hjólhýsið að reyna að kalla enn einu sinni á bátinn Arnar. Ég og Steingrímur vorum eins og vaktarstjórar alltaf að reyna að kalla á Arnar. Um miðnætti kallaði Arnar á okkur og svaraði Steingrímur og skaust ég þá upp í sumarbústaðinn að láta vita að Arnar hafði kallað. svo kom báturinn Arnar og komu Hjörtur, Elli, Hjálmar og Kolla í land. Svo sat ég inn í tjaldvagninum. Síðan fórum við ég og Steingrímur að sofa. Kristín var þegar sofnuð. GÓÐA NÓTT.

Laugardagurinn 4.ágúst 1984 Dagur 6.
Ég vakna og vissi ekki hvað klukkan var. Pabbi og mamma hans Steingríms voru sofandi ásamt Steingrími og Kristínu. Sat ég svo nokkra stund inn í fortjaldinu á tjaldvagninum. Svo fór ég aftur í rúmið og sofnaði. Vaknaði svo klukkan 12:45 þá var báturinn Friðrik á leiðinni til Leirufjarðar. Svo þegar báturinn var komin alla leið til Leirufjarðar stigu þau frá borði, Maggi, Gugga, Jón, Ásta, Halldór, Hjörtur, Stonni, Jón Smári og Edda. Svo kom matur. Eftir matinn var ég að leika mér við hina og þessa þar til við fórum út í Hvamm. Þar var tekið vel á móti okkur. Þegar við komum frá Hvammi var verið að hafa til holuna undir holusteikina. Svo vorum við ég og Steingrímur að teikna eins og vanalega. Svo fórum við að gá í netin. 1 stór silungur í netinu hjá afa sem Elli losaði. Svo gáði ég í Valdísar net og þar var 1 silungur og losaði ég hann. Svo fór ég inn í fortjaldið og síðan inn í tjaldvagninn og sat þar í smástund. Fór svo út að leika við Steingrím. Svo fórum við ég og Steingrímur inn í tjaldvagninn. Eftir það upp í sumarbústaðinn þar sem allt fólkið var. Fór svo allt fólkið niður í tjaldvagninn að tala saman og syngja. Var ég þar að lesa Andrésblöð. Hlustaði ég svo á útvarpið þangað til ég sofnaði. GÓÐA NÓTT.

Sunnudagurinn 5.ágúst 1984 Dagur 7.
Ég vaknaði og lá í rúminu. Fór svo út að tukta Jón Smára og Halldór til. Síðan fór ég inn í tjaldvagninn. Ég var ekki neitt lengi þar inni því ég fór strax út aftur. Fór ég að leika mér. Fór svo inn að lesa blöð. Matur var svo borinn fram. Eftir matinn var ég enn þá að lesa blöð. Svo fórum við ég og Steingrímur í tennis. Fórum svo að róa á árabátnum. Ég, Steingrímur og Kristín vorum ekki með neitt band í bátnum þannig að við réðum okkur sjálf. Svo fórum við í land og inn í tjaldkerruna að drekka og vorum svo bara inni Út í Hvamm fórum við svo. Þegar við vorum svo á heimleið frá Hvammi vorum við ég og Steingrímur að tína steina. Svo fórum við ég og Steingrímur á árabátinn. Svo kom kvöldmaturinn. Eftir matinn var ég að leik mér við Steingrím og hina og þessa. Svo fór ég inn í tjaldvagninn en fjótlega út eftir það. Úti var verið að safna saman rusli í varðeld og svo var kveikt í og horfðum við ég, Steingrímur, Kristín, Jón Smári, Halldór, Edda, Hjörtur og fullorðna fólkið á og skemmti sér æðislega langt fram á nótt. Svo var farið inn í tjaldvagninn og fór ég þá að sofa. GÓÐA NÓTT.

Mánudagurinn 6.ágúst 1984 Dagur 8.
Ég vaknaði og fór framúr. Fór svo að taka saman dótið sem ég tók með mér til Leirufjarðar og allir hinir líka því við vorum að fara heim á Ísafjörð. Svo beið ég bara þangað til lagt var í hann heim til Ísafjarðar. Þá var þetta skemmtilega sumarfrí sem Lóa og Mundi buðu mér í búið. TAKK FYRIR MIG.

Ég hef lokið við skriftir og njótið þið vel.

1982
1983