HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 491
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 6495615
Samtals gestir: 333920
Tölur uppfærðar: 9.12.2018 18:36:15

1982

Ég elska afa og ömmu ( Gummi Gunn.)
Amma og Afi (Hulda og Liði)

Ferðasagan mín til Leirufjarðar þegar ég var 11. ára gamall 1982
(Sögumaður: Guðmundur Heiðar Gunnarsson)

Föstudagurinn 9.júlí 1982 Dagur 1.
Við leggjum af stað klukkan 7 frá Ísafirði. Komum til Leirufjarðar eitthvað á milli klukkan 9 og 10 á Valbirni bátnum hans afa. Afi siglir bátnum að bryggju staðarins, og bíðum við eftir fjöru til að tína úr bátnum. Amma var búin að kaupa uppáhaldið mitt te. Við fáum okkur að drekka. Eftir það segist amma ætla að leggja sig. Þegar fjaraði loks að hófumst við handa við að tína úr bátnum, settum þetta á bryggjuna til að byrja með. Stuttu seinna kom svo amma til í tuskið að setja þetta á sinn stað. Um kvöldið komu gestir yfir Öldugilsheiði og buðum við þeim kaffi, og svo var spjallað. Nokkru seinna fara þau. Síðan lögðum við ég og afi net, reyndar tvö net, á meðan var amma að vaska upp, síðan var farið að hafa sig til í háttinn. GÓÐA NÓTT amma, afi og ég.

Laugardagurinn 10.júlí 1982 Dagur 2.
Vaknaði ég um 11 leytið. Afi og amma höfðu þá þegar verið vöknuð og voru að tala um að það hefði sést maður uppá hlíðinni. Það var borðað eftir það og komu þá Valdís og Stonni og laumufarþegi með þeim og var það engin önnur en Gauja. Lögðum við, ég, Stonni og afi net tvö eða þrjú og náðum meira að segja í eitt net og hreinsuðum það. Um kvöldið fórun við í kaffi til Ragnars og Stínu. Þegar heim var komið var farið að sofa og allir voru að bjóða góða nótt. GÓÐA NÓTT.

Sunnudagurinn 11. júlí 1982 Dagur 3.
Um 10 leytið vakna ég og fer fram úr. Ég drekk og steingleymdi að nefna að Stonni og Valdís sváfu í bátnum um nóttina. Horfðum við, ég, afi og amma á þegar Stonni var að reyna að vekja Valdísi, og þegar þau komu á prammanum gáðu þau í netin og komu með tvo silunga. Eftir hádegið var gert margt og mikið. Stonni fór að steypa fyrir skorsteininum á sumarbústaði sem hann og Valdís smíðuðu sér. Komu svo allir í kaffi. Stuttu seinna fóru amma, Valdís, Gauja og ég í sólbað, voru þá afi og Stonni farnir inn í Hrafnsfjörð að gá að sjö manns. Afi var oft að kalla í talstöðina og amma varð að standa upp á nærbuxunum bara til að svara í talstöðina. Síðan var sólin að síga niður og fórum við í fötin, ég, Gauja, Valdís og amma. Við biðum langt fram á kvöld. Valdís og ég lögðum kapal til skiptis og spurðum þá margs og mikils. Gauja var að hekla kaffidúk á borðstofuborðið sitt og amma var að gera hitt og þetta. Loks komu svo afi og Stonni um tvö leytið og þá gátum við byrjað að borða silunginn sem átti að vera í kvöldmatinn. Stonni og Valdís létu sig svo bara hverfa til Ísafjarðar. Þá gátum við í hjólhýsinu farið að sofa. GÓÐA NÓTT OG SOFÐU RÓTT.

Mánudagurinn 12. júlí 1982 Dagur 4.
Vakna ég eitthvað um 10 leytið. Afi hafði þá verið farinn inn í Hrafnsfjörð að ná í fólkið sem hann og Stonni ætluðu að sækja kvöldið áður. Og Fagranesið var á leiðinni þangað með fólkið sem afi var að ná í. Sjö manns voru það. Þegar afi kom til baka varð hann að leggja bátnum við bryggjuna. Ætlaði Gauja að vera leynigestur í landi. En þá stigu Stína, Magna, Bibbi maðurinn hennar Stínu, Halli maðurinn hennar Gauju, Stjáni og Sigga hjónin með yngsta son sinn Guðna Magna, en hann er bara tveggja ára í land. Magna var að spyrja hvar Gauja væri niður komin, amma sagðist ekkert vita. Samt var hún leynigestur í hjólhýsinu. Þegar hún lét svo sjá sig urðu allir glaðir. Eftir hádegið þegar búið var að tjalda var gert margt og mikið og ég var að leika við Guðna Magna. Um kvöldið var fólkið í hjólhýsinu að spjalla saman og syngja og voða gaman, og líka gáð í netin sem voru í seilingarfjarlægð og hitt og þetta. Síðan fóru allir að sofa.
GÓÐA NÓTT.

Þriðjudagurinn 13.júlí 1982 Dagur 5.
Vakna ég rétt um hádegið og breyti rúminu í borð og svefnpokan set ég á réttan stað. Drekk teið mitt og síðan kemur Guðni Magni og Sigga mamma hans, en pappi hans var þegar komin ásamt Halla og Bibba. Eftir hádegið fara Stjáni, Halli, Gauja, Sigga og Stína að Drangajökli. Magna varð eftir með Guðna Magna til að hann færi ekki í fýlu. Komu þau um kl. 17:00 en Stína varð einhversstaðar eftir á leiðinni. Þegar maturinn var tilbúinn fóru ég, Bibbi og Guðni Magni í bátsferð á árabátnum hans afa og Bibbi gáði í net og þar var lax. Fórum við svo ég og Bibbi á árabátnum meðfram fjallinu sem hjólhýsið er á til að skima eftir Stínu. Við horfðum í kíkir til að gá hvort við sæjum hana og héldum að við hefðum séð hana og þegar við ætluðum að stoppa til að taka á móti henni þá varð allt í einu svo grunnt að við sátum fastir, en Bibbi ýtti bátnum upp í fjöru. Fórum við svo úr bátnum og ætluðum að labba á móti henni þegar... allt í einu heyrist kall og sjáum við hvar Stína stendur lengst út í sjó og það flæddi svo mikið að henni að hún gat sig hvergi hreyft. Þá flýttum við okkur að ná í hana áður en hún sykki. Þegar við vorum á leiðinni heim kíkti Bibbi í netin en þar var ekkert þannig að leiðin lá þá bara beint heim. Þegar heim var komið fékk ég te og síðan fór ég að sofa.
zzz ZZZ zzz HROT HROT HROT.

Miðvikudagurinn 14. júlí 1982 Dagur 6.
Vakan ég og fæ mér venjulega teið mitt. Eftir það fer ég út og þá sé ég hvar afi, Halli, Stjáni og Bibbi eru að fara út á sjó og fékk ég að fara með í árabátnum yfir í Valbjörn ÍS 17 og þar með yfir allan sjóinn. Þegar þessi maður sem átti að sækja sem við sáum kvöldið áður var kominn um borð spurði afi hann til nafns og sagðist hann heita Steingrímur Jónsson. Þegar heim var komið var honum boðið kaffi. Svo borðuðum við laxinn hans afa. Síðan töluðu Steingrímur Jónsson og Magna saman nokkra stund. Fóru svo Magna, Halli og Gauja í göngutúr og buðu Steingrími Jónsyni með því hann átti leið framhjá. Sigga sagðist ætla að leggja sig og líka Guðni Magni sonur hennar. Þegar klukkan var að verða fimm vöknuðu þá Sigga og Guðni Magni. Sigga leyfði mér að koma með í göngutúr og leiðin lá fyrst að Hvammi. Gauja var þegar mætt á svæðið en við tókum ekki eftir öðru fólki svona í fjarska, en þegar í hlað var komið var tekið vel á móti okkur og boðið var upp á kaffi. Þegar ég er búinn að drekka spurði Sigga, Rannveigu hvort hún vilji fara út með Guðna Magna. Þegar Guðni Magni er búinn að klæða sig vill hann ekki fara út. Vildi hann bara fara út af því að Gummi (Ég) ætlaði með, fór ég því líka út. Þegar okkur langaði að fara inn vorum við að fara að koma okkur heim í Leiruna, buðum Rannveigu með. Gauja, Halli og Magna fóru heim í hjólhýsið en ég, Sigga, Guðni Magni og Rannveig fórum lengra, upp undir tún. Þar var hægt að sjá fullt af rústum af gömlum húsum. Þegar við vorum búin að skoða öll húsin fórum við heim og Rannveig til ömmu sinnar og afa í Hvammi. Þegar heim var komið var farið að borða og eftir matinn fór ég og Guðni Magni að leika okkur í fjörunni og fórum við í allskonar leiki. Farið er að sofa eftir það.
GÓÐA NÓTT OG SOFÐU RÓTT.

Fimmtudagurinn 15. júlí 1982 Dagur 7.
Vakna ég og allir voru vaknaðir á undan mér. Þegar ég er búinn að drekka fór ég út því Rannveig var komin með Gústa gamla. Síðan er honum gefinn kaffisopi. Síðan fórum við að tala saman ég og Rannveig. Síðan fara þau Rannveig og Gústi gamli, þá er farið að grilla önd, sjóða saltkjöt og grilla líka krækling, það er fiskur inn í skel, pínulítill fiskur. Þegar búið er að borða er gert margt og mikið. Stína fer svo að gera lummur, en á sama tíma er verið að standsetja eldgamla eldavél og horfði ég á. Síðan er farið í kaffi. Það er haldið áfram við eldavélina og þegar það er búið er prófað að hita vatn í potti á vélinni. Síðan er kvöldmatur, og eftir matinn er farið út í Hvamm að kveðja heimafólkið, Stínu, Ragnar og Rannveigu, sem voru að fara heim til Ísafjarðar. Þegar heim er komið slekkur Stjáni á eldavélinni sem kveikt hafði verið á til reynslu, svo er sungið langt fram á nótt, síðan fara allir að sofa. GOOD NIGHT.

Föstudagurinn 16. júlí 1982 Dagur 8.
Vöknuðum við, við lemjandi rigningu og byrja ég á því að fá mér að borða of fer síðan út í rigninguna, þá eru Stjáni, Halli og Bibbi að taka niður tjöldin og pakka niður og láta svo dótið út á bryggju. Síðan er bara beðið eftir Gústa á Jóhönnu bátnum sínum. Um 1 leytið kemur Gústi og nær í Halla, Gauju, Stjána, Siggu og Guðna Magna, svo fara þau. Magna, Stína og Bibbi ætluðu að vera lengur. Síðan leggja allir sig af einhverri ástæðu nema afi hann skreppur út í Hvamm. Svo vöknuðum við ég og amma og Bibbi stuttu síðar. Allt í einu sér Bibbi hvar bátur er á leiðinni og er þetta engin annar en Dynjandi, flýtur þá Bibbi sér að vekja Stínu og Mögnu. Í land stígur svo enginn annar en Ingi og í sömu andrá kemur afi utan úr Hvammi og Ingi fær kaffisopa. Síðan um kvöldið er farið út í Hvamm (Enn og aftur.) Ég, Magna, Stína og amma. Þegar við erum svo komin heim seinna um kvöldið er farið að sofa. GÓÐA NÓTT.

Laugardagurinn 17.júlí 1982 Dagur 9.
Ég vakna um nóttina og ligg í rúminu og hlusta á vindinn því það var svo ógeðslega kalt úti, síðan fer ég út að pissa og þegar ég kem inn er mér litið út um gluggann, þá sé ég hvar himinninn á tjaldinu hjá Bibba og Stínu er alveg að losna og fýkur til og frá. Sofna svo aftur. Vakna um 11 leytið og fæ mér að drekka. Síðan kjöftuðum við og kjöftuðum þangað til ég gefst upp og fer út. Við gerðum svo margt um daginn að ég get ekki talið það allt upp. Afi sér bát fara inn í Hrafnsfjörð og fara afi og Bibbi út í Valbjörn og hafa samband við bátinn. Bibbi, Stína og Magna fara svo að pakka niður og rétt fyrir kvöldmatinn kemur báturinn sem afi og Bibbi kölluðu á úr Valbirni og Bibbi, Stína og Magna fara um borð og sigla sína leið. Matur er svo borinn fram og þegar búið er að borða sitjum við þrjú bara inni og afi sér hvar tófa sveimar allt í kring um hjólhýsið. Um 11 leytið (Um kvöldið) fórum við ég og afi að leggja net. Síðan er farið að sofa Góða Nótt. GÓÐA NÓTT.

Sunnudagurinn 18. júlí 1982 Dagur 10.
Vakna ég um 11 leytið enn fer ekki strax úr rúminu og hef dregið fyrir hjá mér á meðan amma er að hafa til snarl í hádegismat og afi situr hinn rólegasti í sætinu sínu. Nokkru seinna stekk ég á fætur og geri borð úr rúminu mínu sem ég svaf í og fyrir hádegi fórum ég og afi að leggja net. Síðan eftir matinn er ég að skrifa hitt og þetta og margt og mikið og afi að hreinsa net, amma að vaska upp og þvo og einnig að hjálpar hún afa að hreinsa eins og eitt net. Eftir þetta sér afi að fólk er að koma frá Hvammi og eru þetta Silla og Einar hjónin og Stína og Ragnar hjónin sem eiga Hvamm og Rannveig sem er 7 ára og fórum við á móti þeim og tókum hraustlega á móti þeim. Áður en þau koma og fá sér kaffidreitil er amma, Silla og Stína að tala saman og Rannveig er hjá þeim en afi, Ragnar og Einar að skoða grunninn hjá Stonna og Valdísi sem er fyrir sumarbústað. Svo er gengið inn í hjólhýsið og kaffi drukkið. Eftir allt þetta er ég og Rannveig að leika okkur en þegar ég ætlaði að kaupa meira í leiknum sem við vorum í eru gestirnir að fara og fylgdum við þeim að læknum sem er í smá fjarlægð. Þegar við snúum heim eftir heimsókn fólksins frá Hvammi fer amma að búa til eitthvað í gogginn handa svöngum körlum. Eftir kvöldmatinn leggja afi og amma sig bara rétt svo í nokkrar mínútur. Amma setur svo nokkrar leifar á disk handa heimilisdýrinu "Tófu" sem var enn að læðupúkast fyrir utan hjólhýsið og fæ ég að setja diskinn út fyrir tófuna og þegar ég kem aftur inn er amma enn og aftur að vaska upp og þrífa og afi að hlusta á útvarpið (Gufuna) og fæ ég að fara einn út í Hvamm og þar er tekið vel á móti mér. Mér er boðið inn. Ég og Rannveig fórum svo út að leika okkur og eftir það inn að fá okkur að drekka, kex og kókómjólk var á boðstólnum og fórum svo aftur út að leika okkur. Eftir nokkra stund er klukkan orðin hálf 11 (um kvöldið) og fæ ég epli hjá Stínu en 10 kall hjá Ragnari og hleyp síðan heim. Þegar heim er komið segi ég afa og ömmu frá því hvað ég gerði og segi þeim hitt og þetta og við töluðum og töluðum og ég ætlaði aldrei að hætta, þetta var svo gaman. Síðan fórum ég og afi að gá í netin en ekkert í fyrsta netinu og marglytta í hinu netinu og þegar við komum heim fór ég að búa um rúmið, síðan er farið að sofa. GÓÐA NÓTT.

Mánudagurinn 19.júlí 1982 Dagur 11.
Vakna ég og klæði mig og eftir það bý ég um rúmið eða breyti því í borð og tvo stóla. Og síðan fórum við ég og afi að leggja net. Tökum við eitt net og síðan þegar komið er heim er gert hitt og þetta og afi er að hlusta á útvarpði og taka í nefið og um tvö leytið er farið út í Hvamm. Síðan er ég og Rannveig að leika okkur, og þegar ég er svo kominn heim eru amma og afi ennþá á leiðinni. Síðan erum við bara inni og afi að hlusta á útvarpið og snýta sér og taka í nefið og amma að búa til matinn og eftir matinn fórum ég og afi að hlusta á lögin sem voru í útvarpinu og afi var alltaf að taka í nefið og snýta sér, síðan fór afi í fótabað og þegar hann var búinn í fótabaðinu fór ég í fótabað og lagði afi sig þá og eftir það fara amma og afi út og hlustaði ég bara á útvarpið því það var svo skemmtilegur þáttur í útvarpinu og hitt og þetta og síðan komu afi og amma inn og amma hitar kaffi og á meðan vatnið var að hitna var amma að hlusta á útvarpið og prjóna. Síðan hitaði hún kaffi og ég fékk te. Eftir þetta allt saman fórum ég og afi út að netinu og þar var sko fjör, fyrst var þar silungur dálítið stór og fer ég með hann lifandi út á pall og segi ömmu að koma að sjá hann og síðan fer ég með hann í vaskinn og hleyp á móti honum afa og þá var hann með miklu minni silung og ég fer með hann að vaskinum og rota þá báða og út úr munninum á honum litla kemur síld. Ég sýni afa og ömmu síldina og fer með hana aftur að vaskinum og læt síldina í hann. Hlustuðum ég, afi og amma á útvarpið og prjónaði amma á meðan. Eftir þessa hvíld fórum ég og afi aftur að gá í netin og fór ég á undan og sá einn silung og afi losaði hann og henti honum upp í fjöru svo ég gæti rotað hann og sá afi annan silung og henti honum til mín og ég rotaði hann. Síðan losaði ég einn lítinn fisk og gaf honum líf svo fórum við í hitt netið og þar var stór silungur og afi losaði hann og ég fór með hann upp í fjöru og rotaði hann. Þvoði ég þá upp úr vaskinum og setti þá í poka og undir hjólhýsið. Eftir það var farið að sofa. GÓÐA NÓTT zzzzzzzz.

Þriðjudagurinn 20.júlí 1982 Dagur 12.
Vakna ég um 9 leytið og laga rúmið og amma var ekki nálægt, því hún var ennþá sofandi. Afi for svo að taka í nefið eins og vanalega og klæða sig, síðar um 10 leytið fór amma fram úr og gerir kaffi á náttsloppnum. Afi drekkur kaffið með góðri lyst og ég teið, síðan fórum við að gá í netin og enginn var aflinn það skiptið. Hvass sunnan eins og afi segir (skildi það ekki) og við fórum að slægja aflann frá í gær og létum ömmu um eldamennskuna. Steiktur skal silungurinn vera. Á meðan amma var upptekin við að steikja silunginn hreinsuðum við netin og á meðan því stóð fór eitthvað í augað á mér líklega þurr marglytta og sveið mér ofsalega mikið og lengi. Þá fór ég inn og lagði mig, þegar ég vakna svo var klukkan orðin 13 og fæ ég mér kornflögur, síðan kom mávur og tók silungshræ sem við settum á disk fyrir tófuna vin okkar. Ég hresstist í auganu og gáði enn og aftur í netin en ekkert var þar og eftir það vorum við bara inni og höfðum það bara rólegt. Síðan syfjar ömmu svo svakalega að hún getur ekki haldið sér vakandi og fæ sér því blund. Og vaknar hún svo við hroturnar í sjálfri sér. Svo fer amma að búa til matinn. Eftir matinn fer afi að hlusta á talstöðina og heyrir margt og mikið. Patton kallar á afa og spyr hvort afi hafi séð hraðbát sem átti að sækja 8 manns inn í Hrafnsfjörð. Nei við sáum hann ekki segir afi. En stuttu seinna sjáum við hvar hraðbátur nálgast land óðfluga og hann kom að bryggjunni hjá afa og þá kemur Patton rétt á eftir og stoppar stutta stund. Úlfar fer í Patton en bróðir Eiríks fer í hinn, svo koma þeir í land, Baddó og bróðir Eiríks. Amma gefur þeim kaffi og á meðan fara Eiríkur og Úlfar á Pattoni inn í Hrafnsfjörð og eftir það fara Baddó og bróðir Eiríks, og koma síðan Patton og hinn báturinn og Eiríkur segir að Patton sé með lausa skrúfu og kemur að bryggjunni. Síðan fara þeir og höfðum við það rólegt þangað til það var farið að sofa. GÓÐA NÓTT - GÓÐA NÓTT.

Miðvikudagurinn 21.júlí 1982 Dagur 13.
Vakna ég um 11 leytið og drekk teið mitt og eftir það fer ég að búa til netasteina fyrir sjálfan mig og síðan fór ég að gá í netin og ekkert var í þeim. Síðan sáum við bát og eftir það fór afi út að gera hitt og þetta og á meðan var ég inni líka að gera hitt og þetta og síðan fór ég út að gá í netið mitt. Amma fór svo að gera matinn og þegar við vorum að borða sá afi fólk og á meðan afi fór á móti þeim gáði ég í afa net og þar var einn silungur og losaði ég hann og fór með hann að vaskinum og rotaði hann. Síðan kom fólkið og buðu amma þeim kaffi og ég fékk mér te. Þau amma, afi og fólkið töluðu saman nokkra stund og síðan fara þau og þá fóru ég og afi að leggja net og tókum eitt net með okkur. Síðan voru amma og afi bara að hvíla sig úti og þá fór ég inn að hlusta á kassettu og þá komu afi og amma bak við hjólhýsið. Síðan fara þau eða sko við inn að fá okkur að drekka og eftir það fór ég að skrifa upp úr Tinna bók og afi og amma voru að hlusta á fréttir og veðurfregnir. Síðan fórum við í gönguferð upp yfir Steinslæk og ég og amma fórum í sólbað og sáum við þá Rannveigu koma og hóum í hana en hún botnar fyrst ekkert í því hver er að hóa, síðan sér hún okkur og kemur til okkar og flýtum við þá okkur að klæða okkur í snatri. Spurði hún okkur hvort við vildum koma í mat og vildum við það en þurftum aðeins að koma við í hjólhýsinu og fékk Rannveig Sodastream og síðan fóru ég og Rannveig út í Hvamm og eftir nokkra stund komu afi og amma og svo var farið að borða og borðuðum við steinbít og sel. Þegar við komum heim höfðum við það bara rólegt þangað til við fórum að sofa. GOOD NIGHT. GOOD SLIGHT.

Fimmtudagurinn 22.júlí 1982 Dagur 14.
Vakna ég rétt fyrir hádegi en fæ mér samt te en amma og afi voru þá nývöknuð. Síðan töluðu amma og afi í stutta stund og vorum við bara inni að gera hitt og þetta, síðan fórum við ég og afi að gá í netin og þurftum við að bíða eftir meiri fjöru og síðan fórum við út í bát og reyndum að kalla á Ísafjörð en ekkert heyrðist svo við fórum bara að hjólhýsinu og ég fékk að róa aðeins. Þegar við vorum komin heim var farið að borða og svoleiðis og eftir það gáðum við aftur í netin en ekkert var í þeim og eftir það þvoði ég mér um hausinn. Eftir það fór ég inn og síðan fór afi að hlusta á talstöðina og heyrum við í tveimur togurum tala saman og síðan eftir það gáðum við enn og aftur í netin og síðan fór ég að hlusta á kassettur og afi og amma að leggja sig í grasinu fyrir utan, síðan komu afi og amma inn. Amma kom til að hita kaffi og te fyrir mig. Síðan sáum við Rannveigu koma og hleyp ég á móti henni og fórum við í búðarleik fram á 18 og fylgdi ég henni þá heim, en ég stoppaði nokkra stund og og lékum við okkur þar, síðan kemur afi að gá að mér og var hann með úlpuna mína og svo fóru ég og afi heim að borða. Eftir matinn felldum við tjaldið hennar Valdísar og fórum að því loknu inn og höfðum það bara rólegt og drukkum te og kaffi og hlustuðum við á útvarpið og ég fór að skrifa uppúr Tinna bók og svoleiðis og hitt og þetta og fórum við svo að sofa. GÓÐA NÓTT OG SOFÐU RÓTT.

Föstudagurinn 23.júlí 1982 Dagur 15.
Vakna ég klukkan 11 og fæ mér te en amma var ekki farin framúr og afi fékk sér kaffi og síðan kom amma framúr og fékk sér kaffi og eftir það fór ég að veiða. En áður en ég fór að veiða þurfti afi aðeins að gera við veiðistöngina og síðan gat ég farið að veiða. Þegar ég var að veiða festist spúnninn í einhverju og geymdi ég veiðistöngina í fjörunni þangað til það var komin svo mikil fjara að ég gæti losað stöngina. Þegar heim í hjólhýsið var komið var farið að borða og eftir matinn fór ég í fótbolta. Gáðum svo ég og afi í netin og afi sýndist hafa séð tvo silunga en þegar komin var nógu mikil fjara til að losa silungana var þetta bara marhnútur og reyndar einn silungur sem mávurinn hafði krunkað í hausinn á, samt tókum við hann og eftir það gáðum við í hitt netið en ekkert var í því. Afi fór að slægja fiskinn og svo eftir það var gert margt og mikið og síðan var farið að drekka og eftir það fóru afi og amma að hrista þarann úr netunum. Eftir það fóru ég og amma út í Hvamm, þegar þar er komið fengum við kaffi eða reyndar bara amma og ég fékk kókómjólk. Rannveig var þá farin með Ragnari afa sínum og Einari til að sækja afa. Þau fóru bara á bláa árabátnum og höfðu bara mótorvél á honum. Þegar við ég og amma ætluðum að leggja á stað kom afi, þurftum við þá að stoppa örlítið lengur í Hvammi. Þegar heim var komið fór amma að elda og eftir matinn höfðum við þetta bara rólegt. Hlustuðum á talstöðina og töluðum við Gústa og fengum fréttir af að Guðbjartur væri inni milli klukkan 4 og 6. Mundi var þar um borð, mér var nefnilega farið að dauðleiðast eftir Steingrími Rúnari Guðmundssyni. Við hlustuðum líka á útvarpið fram á 1 en þá fórum við að sofa. GÓÐA NÓTT.

Laugardagurinn 24.júlí 1982 Dagur 16.
Vakna ég og dreg fyrir rúmið og breyti því í borð og afi og amma héldu að ég væri steinsofandi. Síðan fer ég fram úr og klæði mig og amma verður alveg steinhissa því hún hélt að ég væri steinsofandi, síðan fæ ég mér að drekka og eftir það hlustaði ég á óskalög sjúklinga og líka það sem var í hljóðvarpinu eftir óskalög sjúklinga og svoleiðis. Amma fer svo að búa til matinn og eftir matinn hlustuðum við á talstöðina og hljóðvarpið. Fór svo að veiða en geymdi stöngina í fjörunni þegar ég var búinn að henda eins langt og ég gat hafði ég grjót á stönginni svo hún færi ekkert. Síðan fór afi úteftir í Hvamm. Þegar afi kom heim hlustaði hann á talstöðina og ég og amma fórum í sólbað. Síðan sofnaði afi og þegar hann vaknaði sér hann Stonna og Valdísi koma á bátnum Friðrik. Ég og afi fórum þá á árabátnum yfir í Valbjörn ÍS 17. Síðan koma þau í land og fara síðan afi, Stonni, Valdimar og Gaukur að gera við slönguna í útivaskinum og það tókst einhvernveginn og borðað er eftir það. Eftir matinn fóru ég, Stonni, Afi, Gaukur og Valdimar inn í Hrafnsfjörð á afa bát til að gera við rafmagnið á staðnum. Þegar við komum heim var klukkan að ganga 1 og fékk ég heitt te og síðan fóru allir að hafa sig til í háttinn. GÓÐA NÓTT.

Sunnudagurinn 25.júlí 1982 Dagur 17.
Vakna ég um 11 leytið og fæ mér að drekka svo er ég inni að lesa blöðin sem mamma sendi mér. Eftir það var ég að gera svo margt. Síðan var farið að borða og þá voru Valdimar og Gaukur að vakna og eftir matinn var farið að festa hjólhýsið betur. Eftir það komu þeir kallarnir í molasopa og síðan fóru þeir upp í fjall til að sækja staur í brúna, hinn voru þeir búnir að sækja fyrir um það bil þremur vikum. Síðan var dekkið neglt á. Síðan komu allir til að skoða brúna en amma þorði ekki út á brúna. Fóru svo Valdimar og Gaukur inn eftir að skoða sig um og höfðu þeir eitt labbrabbtæki meðferðis sem Valdimar á og ég, Valdís og Stonni fórum út eftir í Hvamm með annað labbrabbtæki og afi hlustaði á talstöðina sem var í hjólhýsinu. En þegar við vorum á leiðinni út í Hvamm töluðu Stonni og afi saman í talstöðvunum. Þegar út í hvamm var komið er farið inn. Stonni og Einar fara að gera við labbrabbtækið hans Einars og reyndu að kalla á afa, en Stonni heyrði svo lítið í labbrabbtækinu, hitt fólkið var úti en fóru svo inn að drekka og þegar það var búið fórum við bara heim. Þegar heim var komið var farið að borða, komu þá Valdimar og Gaukur. Þegar við vorum nýbúin að borða þá fóru Stonni, Gaukur og Valdimar að búa sig til að fara heim á Ísafjörð og Stonni Stýrði bátnum Friðrik en Gaukur og Valdimar stýrðu Valbirni. Gaukur 21 árs en Valdimar 15 ára. Þegar þeir voru farnir höfðum við þetta bara rólegt þangað til það var farið að sofa. GÓÐA NÓTT.

Mánudagurinn 26.júlí 1982 Dagur 18.
Vakna ég og afi líka en ég gat ekki búið um rúmið því ég svaf í efri kojunni en Valdís í neðri kojunni. Síðan vöknuðu Valdís og amma, þá gat ég búið um rúmið. Síðan drukkum við og þegar það var búið fór ég út að tína ber en þegar ég var búinn að tína eins og ég vildi af berjum fór ég inn og voru þá Valdís, amma og afi að tala saman. Síðan er farið að borða. Þegar við erum búin að borða fóru amma, Valdís og ég út á Höfða, fórum inn í húsið á Höfða og skoðuðum það allt, skrifuðum nafnið okkar í gestabókina og eftir það fórum við út að Flæðareyrarhúsinu og fórum inn og skrifuðum nafnið okkar í gestabókina og eftir það ætluðum við heim til Leirufjarðar en leiðin lá fram hjá Hvammi, þegar Stína sá okkur kallaði hún á okkur. Kíktum við þá inn til hennar og fengum hressingu, afi hafði þá löngu verið kominn þangað. Þegar heim var komið fór amma að búa til matinn. Svo eftir matinn var allt svo svakalega rólegt hjá okkur þangað til farið var að sofa. GÓÐA NÓTT.

Þriðjudagurinn 27.júlí 1982 Dagur 19.
Vakna ég og afi segir að Valdís sé horfin, nei var þá bara ekki Valdís úti í netunum. Þegar ég var búinn að drekka þá var ég að hlusta á kassettur og hugsa til Steingríms Rúnars Guðmundssonar. Höfðum við það svo bara rólegt þangað til það var farið að borða og eftir matinn höfðum við það bara huggulegt í stutta stund. Síðan fór ég út og þegar ég var búinn að vera í smástund úti sá ég Sillu, Einar og Rannveigu koma og fóru amma og afi á móti þeim. Inn í hjólhýsið var þeim svo boðið og fengu Einar og Silla kaffi en Rannveig Sódastream. Síðan fórum ég og Rannveig út að leika okkur og þegar við vorum búin að vera eins lengi úti að leika okkur og við vildum þá fórum við inn og héldum áfram að leika. Svo fóru þau bara stuttu seinna. Eftir matinn fórum við að hreinsa netin og leggja einnig net en eftir það vorum við inni að hafa það rólegt. Afi hlustaði á talstöðina og talaði við Einar fyrir handan úti í Hvammi og síðan við Hjört á Hesteyri og hjá honum er 2445 en hjá afa er 5682 og afi spyr Hjört hvort hann gæti talað til Ísafjarðar og auðvitað gat hann það og fær fréttir af Munda og það er sagt að hann og fjölskylda leggji af stað um 22 leitið. Við höfðum það rólegt og vorum oft að gá hvort við sæum Arnar bátinn sem Mundi stjórnar og um borð eru einnig Lóa, Steingrímur, Kristín, Hulda, Sveinn, Hjálmar, Jóna, Hjörtur og Guðrún. Sérstaklega var það ég sem horfði út um gluggann því mér var farið að dauðleiðast eftir Steingrími og afi var oft að kalla á Hjört hvort hann sæi nokkur ljós á Arnari en það svaraði bara ekki alltaf hjá honum Hirti. Síðan höfðum við þetta bara rólegt. Ég fór að búa um mig en fór samt ekki strax að sofa, eins bjó ég um Valdísi því hún svaf fyrir neðan mig og hún fór heldur ekki strax að sofa. Síðan sofnaði ég og var svo vakinn þegar Steingrímur, Kristín, Lóa, Mundi, Hulda, Sveinn, Jóna, Hjálmar, Guðrún og Hjörtur voru komin. Farið var að tjalda fljótlega eftir komuna en ekki var farið að sofa fyrr en klukkan 6. GÓÐA NÓTT.

Miðvikudagurinn 28.júlí 1982 Dagur 20.
Vakti Steingrímur mig um 11 leytið. Fórum við að leika okkur og eftir matinn fengum við að fara á gúmmíbát en Sveinn reri og gáðum við í netin í leiðinni og einn silungur var í einu netinu. Síðan fengum við að fara á árabátinn en Mundi sá um að stýra því það var vél á honum. Það var sko gaman og nokkru síðar fórum við á bátnum út eftir í Hvamm ég, Steingrímur, Kristín og Mundi. Ég, Kristín og Steingrímur fengum djús og kleinur. Þegar heim var komið fórum við ég, Kristín og Steingrímur á gúmmíbátinn og ég reri. Svo fórum við í fótbolta og hitt og þetta. Við gerðum svo ótrúlega margt. Um kvöldið fórum ég, Kristín og Steingrímur að gá í netin og þar var einn stór silungur og þurfti Sveinn að koma til að losa hann. Síðan fórum við að leika okkur en, Guðrún, Mundi og Hjörtur voru farin inn í Hesteyri um hálf 8 leytið að sækja Margréti og Svavar. Ég, Kristín og Steingrímur fórum að leika okkur á gúmmíbátnum og höfðum band í honum sem var fast við bryggjuna. Svo komu Margrét og Svavar og fóru strax að tjalda. Síðan voru allir inn í fortjaldinu við hjólhýsið að tala saman og svoleiðis. Síðan fóru allir að sofa. GÓÐA NÓTT.

Fimmtudagurinn 29.júlí 1982 Dagur 21.
Vakna ég einmitt klukkan 12. Sumir voru vaknaðir en ekki allir. Síðan kom Kristín og ég var að hlusta á kassettur og eftir það kom Steingrímur. Svo var farið að borða. Eftir matinn fór afi að tala við Einar gegnum talstöðina. Ég, Kristín og Steingrímur fórum að leika okkur og það var svo margt sem við gerðum, fórum á gúmmíbátinn og höfðum band í honum fast við bryggjuna. Fórum að tína marflær og fórum svo í mat en héldum áfram að tína marflær og eftir tínsluna fórum við í fótbolta og síðan fórum við eða sko Kristín, Steingrímur og ég að sofa. GÓÐA NÓTT.

Föstudagurinn 30.júlí 1982 Dagur 22.
Vakna ég og fæ mér að drekka, vek síðan Steingrím og fær hann sér að drekka og eftir það fórum við ég og Steingrímur að tína marflær og fórum svo og gáðum í netin og þar var einn silungur. Þegar búið var að losa silunginn fékk Steingrímur að fara með hann lifandi út að vaskinum. Síðan fórum við aftur að tína marflær og svo var borðað eftir allt þetta. Eftir matinn höfðum við ekkert að gera fyrr en við fengum að koma með ég, Steingrímur og Kristín inn í Lónafjörð og vorum við eitthvað um tvo klukkutíma á leiðinni. Blómin sem voru þarna voru svo svakalega stór og mikið af þeim að ég hélt að ég væri kominn inn í blómagarð og drukkum við svo þar. Um tvo klukkutíma var leiðin heim í Leirufjörð. Talað var við Ísafjörð og líka við Friðrik Bátinn sem Stonni og Valdís voru á. Þegar á leiðarenda var komið var Stonni með bátinn hans Ragnars því Ragnar, Einar og Rannveig voru þegar komin. Okkur fannst, mér, Steingrími og Kristínu þegar við vorum á leið í land skrýtið að sjá bara Huldu Þórisdóttur standa í fjörunni en ekki Jón Friðgeir bróðir hennar, sáum við þá Jón Friðgeir vera að veiða. Fengum við okkur síðan að drekka. Eftir það fórum við að veiða ég, Jón Friðgeir, Steingrímur og Kristín og gáðum í netin. Vorum einnig að leika okkur á gúmmíbátnum. Svo var haldin útiveisla. Fyrst var grillað brauð og kræklingur og síðan var grillað æðislegt kjöt eftir öll grilluðu brauðin og kræklingana. Og áfram héldum við ég, Steingrímur og Jón Friðgeir að leika okkur. Síðan var farið að sofa. GÓÐA NÓTT.

Laugardagurinn 31.júlí 1982 Dagur 23.
Ég vakna en Jón Friðgeir var vaknaður á undan mér. Ég, Jón Friðgeir og Steingrímur fórum að leika okkur. Jón Friðgeir var með flugdreka sem hann kom með og vorum við að hjálpa honum að koma honum á loft. Guðrún amma hans Steingríms hafði farið út í Hvamm og þegar hún kom aftur var Rannveig með henni. Sódastream fékk hún. Komu svo Ragnar, Stína og Silla en ekki Einar. Og töluðu afi og amma svo við þau. Sáum við svo Ragúel og Jónu dóttir hans og Dagbjart. Komu þau og fengu kaffi, fóru svo þau stuttu seinna. Fóru þá ég, Jón Friðgeir og Steingrímur í fótbolta. Þegar búið var að borða fórum við þrír á gúmmíbátinn, og síðan að veiða. Var svo gerður varðeldur og var dansað og sungið. Fór ég svo að sofa en ég vissi ekki hvenær hinir fóru að sofa. GÓÐA NÓTT.

Sunnudagurinn 1.júlí 1982 Dagur 24.
Vakna ég við að bankað er á gluggann hjá mér og var það hann Stonni sem stóð fyrir því. Flýtti ég mér að klæða mig til að fara til Jóns Friðgeirs að gá í netin. Síðan drukkum við. Fórum við svo ég, Hulda Guðborg og Jón Friðgeir með Stonna og Valdísi á árabátnum út í bátinn Ásdísi. Fórum við svo öll um borð. Þegar við vorum komin um borð fór Stonni bara allt í einu lang út á sjó og ég bara veit ekki af hverju. Svo fórum við í land var Steingrímur þá að vakna. Fékk hann sér svo í svanginn. Fórum svo í fótbolta ég, Jón Friðgeir og Steingrímur og skelltum okkur svo líka á gúmmíbátinn. Síðan kom hádegismatur. Eftir matinn fóru, Jón Friðgeir, Hulda Guðborg, Valdís, Stonni, Lóa, Margrét og Svavar gangandi að Drangajökli. Sveinn, Steingrímur, Kristín og Mundi fóru til Sólbergs. Amma og Guðrún fóru út í Hvamm. Komu svo Ragnar og Einar á árabát að sækja afa. Ég fór í sólbað með Hjálmari, Jónu Fanney og Huldu Guðmunds.. Síðan komu þau sem fóru til Sólbergs. Mundi fór svo á móti fólkinu sem labbaði að Drangajökli. Matur var svo borinn fram. Eftir matinn fóru ég, Jón Friðgeir og Steingrímur að leika okkur á gúmmíbátnum, en við blotnuðum alveg hrikalega. Fórum svo að skipta um föt. Síðan vorum við bara inni í tjaldkerrunni hjá Valdísi, Lóu, Munda, Huldu Guðmunds., Margréti og Svavari. Þegar Stonni kom gáðum við í netin. Fórum svo inn í tjaldkerruna . Síðan var farið að sofa. GÓÐA NÓTT.

Mánudagurinn 2.júlí 1982 Dagur 25.
Vakna ég við það að bankað er á gluggann hjá mér og var það Stonni sem stóð fyrir því annan morguninn í röð. Þá fór ég framúr og fékk mér að drekka og gerði síðan ekkert sérstakt. Jón Friðgeir og Steingrímur voru oft að spyrja mig hvort ég vildi ekki koma út að leika en ég bara veit ekki af hveju ég vildi það ekki. Síðan fékk ég að fara með út í Hvamm ég, Jón Friðgeir, Hulda Guðborg, Mundi og afi. Afi og Mundi fengu kaffi en ég, Jón Friðgeir og Hulda Guðborg flórídana. Síðan þegar heim var komið fórum við ég, Jón Friðgeir og Steingrímur í fótbolta. Eftir matinn fóru allir að pakka niður og líka ég. Var farið með allt dótið út á bryggju. Síðan fóru allir sem ætluðu með Arnari um borð og lögðu af stað til Ísafjarðar. Ég og hinir fóru svo stuttu seinna á Friðriki. Þurftum við að stoppa rétt fyrir utan Flæðareyri til að ná í fólk sem var þar. Síðan náðum við Arnari bátnum og fórum framúr. Síðan þegar komið var til Ísafjarðar var farið að tína úr bátnum. Ég, Valdís, Jón Friðgeir og Hulda Guðborg fórum heim til Valdísar og Stonna. Síðan fór ég með Valda og Viðari út á bryggju að ná í dót. Skuttlaði Viðar mér svo heim. Þá var þetta skemmtilega sumarfrí búið hjá þeim ELSKU AFA OG ÖMMU.

Smellið á ár
1983
1984


LEIRUFJÖRÐUR