HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 1017
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 501
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 6498506
Samtals gestir: 334207
Tölur uppfærðar: 14.12.2018 06:24:27

Bítlavinafélagið

Bítlavinafélagið 1986-1990 / 1996
Rafn Ragnar Jónsson - Trommur og söngur 1986-1990 (08-12-54 D.04-07-04)
Haraldur Þorsteinsson - Bassi og söngur 1986-1990 / 1996 (18-07-52)
Jón Ólafsson - Hljómborð og söngur 1986-1990 / 1996 (25-02-63)
Eyjólfur Kristjánsson - Söngur og kassagítar 1986-1990 / 1996 (17-04-61)
Stefán Hjörleifsson - Gítar og söngur 1986-1990 / 1996 (20-12-64)
Jóhann Hjörleifsson - Trommur 1996 (73)


Jón-Stefán-Halli-Eyfi-Rabbi
 
 1. LP Til sölu, 1986 (Hið íslenska bítlavinafélag HÍB)
 2. LP Bítlavinafélagið býr til stemmningu, 1987 (Ísafold)

 
 3. LP 12 íslensk bítlalög, 1988 (Steinar)

 4. 7" Munið nafnskírteinin 1989 (Steinar
 
 
  5. LP Konan sem stelur mogganum, 1989 (Steinar)
 
 
  6. LP Ennþá til sölu, 1996 (Rymur)

Bítlavinafélagið

Í ársbyrjun 1986 hittust 5 hljóðfæraleikarar í sal Verslunarskólans sem þá stóð við Grundarstíg og hófu samstarf sem átti að standa í 1 mánuð en stóð í 4 ár. Nemendamót Verslunarskólans var fyrirhugað í febrúar og kórstjóri var Jón Ólafsson, það þurfti að finna hljóðfæraleikara til að leika undir hjá kórnum. Fyrir valinu urðu Rafn Jónsson trymbill úr Grafík, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari sem gert hafði garðinn frægan m.a. með Eik og Brimkló, Eyjólfur Kristjánsson sem hafði starfað með Hálft í hvoru og Stefán Hjörleifsson, félagi Jóns úr Possibillies.

Prógram Verslunarskólans að þessu sinni, saman stóð af tónlist Bítlaáranna. Sama kvöld og nemendamótið fór fram var haldinn dansleikur í Þórskaffi og voru fimmenningarnir fengnir til að leika þar. Bætt var við lögum frá sama tíma. Var gerður góður rómur að frammistöðu hljómsveitarinnar sem enn var nafnlaus. Eitt skólaball til var bókað og enn hjá Versló, nú í Hlégarði. Þá kemur til sögunnar Guðvarður nokkur á Gauk á Stöng. Kemur hann að máli við Eyjólf og spyr hvort hann geti hjálpað sér að setja upp Lennon kvöld á Gauknum. Eyjólfur var þá kominn í mikinn bítlaham með fulltingi Jóns, Stefáns, Haraldar og Rafns og spyr þá félaga hvort þeir séu til í að æfa upp Lennon dagskrá. Það var gert og nú þurfti að auglýsa þetta allt saman upp. Þegar kom að því að skíra hljómsveitina var það hinn orðheppni Haraldur Þorsteinsson sem lagði til nafnið. Bítlavinafélagið skyldi sveitin kallast. Lennon kvöldin slógu í gegn og urðu fjölmörg bæði á Gauknum og síðar Hótel Borg. Ákveðið var að leika víðar fyrst meðbyrinn var til staðar. Hinum ýmsu vertum félagsheimila þótti nú nafnið hálf einkennilegt á hljómsveitinni, langt og lummó. En snemma sumars 1986 kom út 4 laga hljómplata sem hét " Til sölu " og þar á meðal var að finna lagið " Þrisvar í viku " sem skaust beint í 1. sæti vinsældarlistar Rásar 2. þótti þetta hið mesta afrek í þá daga. Hljómsveitin starfaði áfram með hléum þar eð bæði Jón og Stefán fóru utan í tónlistarnám, ekki einu sinni á sama tíma. Sumarið eftir kom út 6 laga hljómplata sem hét Bítlavinafélagið býr til stemmingu. Þar má finna lög eins og Þorvaldur og Hanna Hanna. Á plötuumslagi stendur að Eygló Kristjánsdóttir syngi lagið Þorvaldur. Hið rétta er að með tæknibrellum var tenór rödd Eyjólfs breytt í kraftmikla altrödd konu. Bítlavinir báru ætið mikla virðingu fyrir Bítlahljómsveitum og áttu til að skrýðast í samræmi við það. Alls kyns fíflalæti á dansleikjum og tónleikum ásamt stórskemmtilegri og sérstakri sviðsframkomu urðu til þess að fólk flykktist á böll og tónleika til að berja þessi músíkölsku viðundur augum. Um haustið 1988 kom út hljómplata 12 íslensk Bítlalög. Hún sló í gegn svo um munaði og seldist í nær 10.000 eintökum. Þar heiðruðu Bítlavinir minningu íslenskra Bítlasveita. Það eru mörg skemmtileg lög á þeirri plötu og mörg urðu vinsæl á nýjan leik. Mismikið var átt við útsetningar laganna. Sumar héldu nánast óbreyttar en aðrar eru gjörólíkar, sbr. " Það er svo undarlegt með unga menn ". Á Plötunni má heyra söng allra félaganna í hljómsveitinni. Smáskífan " Munið Nafnskírteinin " kom út snemma sumars 1989 og vakti athygli. Útgáfa tónlistar í þessu formi var gjörsamlega á útleið í tónlistarheiminum en samt fuku 1000 stykki. Annað laganna á þessari plötu heitir Danska lagið og er sennilega vinsælasta lag Bítlavinafélagsins.

Hljómplatan Konan sem stelur Mogganum innihélt frumsamin lög og má segja að hún hafi klikkað, sölulega séð allavega. Greinilegt var að aðdáendur hljómsveitarinnar voru ekki tilbúnir að innbyrða neitt annað en léttmeti frá þeim félögum og hljómplatan skipar ekki stóran sess hjá aðdáendum Bítlavinafélagsins. Í janúarbyrjun 1990 hélt Hljómsveitin sín síðustu böll í Hollywood og Bítlavinir héldu hver í sína áttina. Leiðir þeirra hafa þó skarast í íslenskum tónlistargeira og menn spilað saman við hin ýmsu tækifæri og á hinum ýmsu hljómplötum. En aldrei undir nafni Bítlavinafélagsins.

Bítlavinafélagið kom saman sumarið 1996 og ferðuðust með Bylgjulestinni þar sem Jóhann Hjörleifsson var fengin til að berja húðir í staðinn fyrir Rafn Jónsson en svo ekki sögunni meir.

Tekið af tonlist.is / Seinustu klausuna skrifaði ég sjálfur.

Ef þið hafið upplýsingar, sendið á:
hammond@simnet.is

Uppfært 31-01-09