HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 303
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 364
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 6496391
Samtals gestir: 334037
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 08:04:32

Grafík

Grafík áramót 1980-1981-ársloka 1987
Rafn Ragnar Jónsson - Trommur áramót 1980-1981-ársloka 1987 (08-12-54 D 04-07-04)
Rúnar Þórisson - Gítar áramót 1980-1981-ársloka 1987 / 2004-
Örn Jónsson - Bassi áramót 1980-1981-byrjun árs 1983
Vilberg Viggósson - Hljómborð vor 1981-1983
Ólafur Guðmundsson - Söngur vor 1981-1982
Ómar Óskarsson (Ramó) - Söngur 1982-júní 1983
Helgi Björnsson - Söngur júní 1983-haust 1986 / 2004- (10-07-58)
Hjörtur Howser - Hljómborð 1983-ársloka 1987 / 2004-
Jakob Smári Magnússon - Bassi byrjun árs 1983-haust 1986
Andrea Gylfadóttir - Söngur haust 1986-ársloka 1987 / 2004
Baldvin Sigurðarson - Bassi haust 1986-ársloka 1987
Haraldur Þorsteinsson - Bassi 2004-


        Hjörtur-Andrea-Baldvin-Rafn-Rúnar


              Rúnar-Helgi-Egill-Halli
 
 
 1. LP Út í kuldann, september 1981 (Graf)

 
 2. LP Sýn, apríl 1983 (Graf)
 
 
 3. LP Get ég tekið cjéns 1984 (Taktur)

 
 
 4. LP Stansað, dansað & öskrað, desember 1985 (Mjöt)
 
 
 5. LP Leyndarmál 1987 (Steinar)
 
 
 6. LP Si & Æ 1992 (Graf)

 
 7. Rabbi og Rúnar - Í álögum 2002 (R & R Músík)

Í ágúst 1979 flutti Rabbi til Uppsala í Svíþjóð og settist á skólabekk þar sem hann hóf að læra á slagverk m.a hjá Pétri Östlund. Eftir að Svíþjóðar dvölinni 1981 lauk stofnaði hann hljómsveitina Grafík sem starfaði við miklar vinsældir til loka ársins 1987.
Grafík varð til þegar  Rabbi, Örn Jónsson bassaleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari voru að gera prufuupptökur uppá lofti Félagsheimilsins í Hnífsdal á 8 rása upptökutæki Rabba sem má kalla fyrsta heimastúdíóið á Íslandi. þess má geta að Rabbi lánaði Þursaflokknum tækið til ?ess að taka upp tónleikaplötu sína.
 
þetta var um áramótin 1980-1981 og síðan um vorið 1981 var tekið  til við að klára upptökurnar og bættust þá í hópinn Vilberg Viggósson hljómborð og Ólafur Gu?mundsson söngvari í hópinn. Platan hlaut nafnið Út í kuldan og kom út í september og hlaut góða dóma innanlands sem og erlendis en plötunni var dreift bæði í Ameríku og Evrópu. Vinnsla við plötu númer tvö hófst ári seinna en hún kom ekki út fyrr en í  apríl 1983 og hlaut nafnið Sýn, þótti platan þung og tormellt. þær breytingar höfðu orðiðn á sveitinni að Ólafur var hættur og Ramó eða Ómar Óskarsson kom í hans stað.

Í júní 1983 kom Helgi Björnsson í stað Ómars og um svipað leiti flutti hljómsveitin aðsetur sitt frá Ísafirði til Reykjavíkur. Í september 1984  hélt Grafík í stúdíó Hljóðrita á Hafnarfirði til þess að taka upp sína þriðju plötu Get ég tekið sjéns og er skemmst frá því að segja að platan sló algjörlega í gegn með lögunum 1000 sinnum, Mér finnst rigningin góð og Sextán. Þegar hér var komið við sögu hafði Hjörtur Howser leyst Vilberg Viggósson af hólmi. Örn Jónsson bassaleikari og einn af stofnendum Grafík yfirgaf hljómsveitina í byrjun ársins og kom Jakob Smári Magnússon bassaleikari úr Tappa Tíkarrass í hans stað. 

Árið 1985 var það viðburðarríkasta í sögu hljómsveitarinnar  enda spilaði hún á tvennum stórtónleikum í Laugardalshöllinni og var fulltrúi Íslands á Norrock tónleikum í Aarhús og Kaupmannahöfn auk þess að fara 15 daga hljómleikaferð um Ísland. Fjórða plata Grafík Stansað,dansað og öskrað kom út í desember 1985 og vakti mikla athygli og vann myndband við lagið Tangó til verðlauna sem besta myndbandið á Norðurlöndum í samkeppni sem haldin var í Svíþjóð.  Árið 1986 tóku meðlimir Grafík sér nokkura mánaða frí en um haustið kom sveitin saman aftur og urðu þær mannabreytingar að Helgi Björnsson og Jakob Smári yfirgáfu sveitina en í þeirra stað komu þau Andrea Gylfadóttir söngkona og Baldvin Sigurðarson bassaleikari áður í Baraflokknum. þannig skipuð fór Grafík í stúdíó til ?ess að taka upp fimmtu plötuna Leyndarmál í október 1986 en vinnslu lauk ekki fyrr en í ágúst 1987. Leyndarmál hlaut feikna góðar viðtökur og þá sérstaklega lögin Presley og Prinsessan. Grafík  kom síðast fram með þessari skipan um áramótin 1987-88 á áramótadansleik á Hótel Íslandi.

Rafn Jónsson / Bárður Örn Bárðarson

Rafn Ragnar Jónsson.
Rafn Ragnar Jónsson.

Andlát | 13.07.2004Rafn Ragnar Jónsson

Fimmtudaginn 8. júlí 2004 var Rafn Ragnar Jónsson, tónlistarmaður, jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju. Rafn lést eftir hetjulega baráttu við MND sjúkdóminn sunnudaginn 27. júní á fimmtugasta aldursári. Rabbi, eins og hann var oftast nefndur var einn af merkilegustu tónlistarmönnum Íslandssögunnar og kom víða við sögu í íslensku tónlistarlífi. Hann hóf feril sinn með því að spila á trommur árið 1968 og spilaði á þær allt til ársins 1993 þegar hann lagði kjuðana á hilluna vegna veikinda sinna. Meðal hljómsveita sem Rabbi lék með og stofnaði eru Náð, Ýr, Grafík, Bítlavinafélgið og Sálin hans Jóns míns.

Rafn Ragnar Jónsson fæddist þann 8. desember 1954 á Suðureyri við Súgandafjörð. Á sjöunda ári fluttist hann með móðir sinni til Ísafjarðar, þar sem hann bjó allt til ársins 1979. Tónlistarsaga Rabba hófst árið 1967 þegar hann stofnaði hljómsveitina Perluna ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni, Guðmundi Baldurssyni og Þránni Sigurðssyni. Ári síðar stofnaði Rabbi ásamt Reyni Guðmundssyni og fleirum rokkssveitina Náð sem starfaði til ársins 1973. Sama ár voru þeir félagar Rabbi og Reynir komnir í nýja hljómsveit, ÝR, sem starfaði til ársins 1977. Meðlimir hennar voru lengst af ásamt Rabba og Reyni þeir Hálfdán Hauksson og Sigurður Rósi Sigurðsson en sá hópur stóð að upptökum á fyrstu og einu hljómplötu sveitarinnar, ÝR var það heillin. Upptökur fóru fram í Soundcheck Studios í New York undir stjórn Jakobs Magnússonar og platan kom út í desember 1975 undir merkjum ÁÁ Records og lagið Kanína vakti athygli almennings á bandinu.

Rabbi fluttist fyrst til Reykjavíkur um miðjan áttunda áratuginn til þess að vinna hljómplötu með hljómsveitinni Haukar. Platan sem fékk nafnið Fyrst á rönguni..., innihélt m.a. lagið Fiskurinn hennar Stínu. Haukar voru skipaðir þeim Gunnlaugi Melsted, Magnúsi Kjartanssyni og Rúnari Þórissyni ásamt Rabba þar til sá síðastnefndi flutti aftur á Ísafjörð og endurreisti Ýr. Seinnipart ársins 1977 stofnuðu nokkrir meðlimir Ýr nýja hljómsveit, Danshljómsveit Vestfjarða sem starfaði fram á mitt ár 1979. Þá flutti Rabbi til Uppsala í Svíþjóð og settist á skólabekk þar sem hann hóf að læra slagverk m.a hjá Pétri Östlund.

Þegar Rabbi kom heim frá Svíðþjóð árið 1981 stofnaði hann hljómsveitina Grafík sem starfaði við miklar vinsældir til ársloka 1987. Grafík varð til þegar Rabbi, Örn Jónsson bassaleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari voru að gera prufuupptökur uppi á lofti félagsheimilisins í Hnífsdal á 8 rása upptökutæki Rabba sem má kalla fyrsta heimastúdíóið á Íslandi. Upptökurnar voru síðan kláraðar vorið 1981 og þá bættust í hópinn Vilberg Viggósson og Ólafur Guðmundsson. Platan hlaut nafnið Út í kuldan og kom út í september og hlaut góða dóma innanlands sem og erlendis en plötunni var dreift bæði í Ameríku og Evrópu. Vinna við plötu númer tvö hófst ári seinna en hún kom ekki út fyrr en í apríl 1983 og hlaut nafnið Sýn. Þær breytingar höfðu orðið á sveitinni að Ólafur var hættur og Ómar Óskarsson kom í hans stað. Í júní 1983 kom Helgi Björnsson í stað Ómars og um svipað leiti flutti hljómsveitin aðsetur sitt frá Ísafirði til Reykjavíkur. Í setember 1984 hélt Grafík í stúdíó Hljóðrita á Hafnarfirði til þess að taka upp sína þriðju plötu, Get ég tekið sjéns og er skemmst frá því að segja að platan sló algjörlega í gegn með lögunum 1000 sinnum, Mér finnst rigningin góð og Sextán. Þegar hér var komið við sögu hafði Hjörtur Howser leyst Vilberg Viggósson af hólmi. Örn Jónsson bassaleikari og einn af stofnendum Grafík yfirgaf hljómsveitina í byrjun ársins og kom Jakob Smári Magnússon bassaleikari úr Tappa tíkarrass í hans stað.

Árið 1985 var það viðburðarríkasta í sögu Grafík og spilaði hljómsveitin á tvennum stórtónleikum í Laugardalshöllinni og var fulltrúi Íslands á Norrock tónleikum í Aarhús og Kaupmannahöfn auk þess að fara 15 daga hljómleikaferð um Ísland. Fjórða plata Grafík Stansað, dansað og öskrað kom út í desember 1985 og vakti mikla athygli og vann myndband við lagið Tangó til verðlauna sem besta myndbandið á Norðurlöndum í samkeppni sem haldin var í Svíþjóð. Árið 1986 tóku meðlimir Grafík sér nokkura mánaða frí en um haustið kom sveitin saman aftur og urðu þær mannabreytingar að Helgi Björnsson og Jakob Smári yfirgáfu sveitina en í þeirra stað komu þau Andrea Gylfadóttir söngkona og Baldvin Sigurðarson bassaleikari. Þannig skipuð fór Grafík í stúdíó til þess að taka upp fimmtu plötuna Leyndarmál í október 1986 en vinnslu lauk ekki fyrr en í ágúst 1987. Leyndarmál hlaut feikna góðar viðtökur og þá sérstaklega lögin Presley og Prinsessan. Grafík kom síðast fram með þessari skipan um áramótin 1987-88 á áramótadansleik á Hótel Íslandi.

Árið 1986 stofnaði Rabbi ásamt fleirum hljómsveitina Bítlavinafélagið, sem starfaði óbreytt með hléum allt til ársins 1989. Bítlavinafélagið skipuðu auk Rabba þeir Jón Ólafsson, Haraldur Þorsteinsson, Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hjörleifsson. Í einu af hléum Bítlavinafélagsins stofnuðu þeir Rabbi, Jón og Haraldur ásamt Stefáni Hilmarssyni og Guðmundi Jónssyni Sálina hans Jóns míns en þannig gaf hún út eina hljómplötu Syngjandi sveittir, 1988. Þeir Stefán og Guðmundur héldu síðan áfram með Sálina en hinir spiluðu áfram með Bítlavinafélaginu. Seinni hluta ársins 1989 stofnaði Rabbi hljómsveitina Galíleó sem hann starfaði með allt til ársins 1993 er hann lagði kjuðana á hilluna.

Rabbi gaf út tvær sólóplötur; Andartak árið 1991 og Ef ég hefði vængi árið 1993. Rabbi og Rúnar (Þórisson) gáfu út plötuna í álögum árið 2000. Platan er byggð á kvæðum eftir Kristján Hreinsson og sem unnin upp úr íslenskum þjóðsögum en söngvarar á henni eru gamlir félagar þeirra úr Grafík þau Andrea Gylfa og Helgi Björnsson. Rabbi og Rúnar gerðu árið 1998 einnig plötu um íslensku jólasveinana við ljóð Kristjáns Hreinssonar sem heitir Jólasveinarnir okkar.

Árið 1993 snéri Rabbi sér alfarið að upptökustjórn. Hann rak ásamt Guðmundi Guðjónssyni stúdíóið Hljóðhamar og plötuútgáfuna Rym til ársins 1998. Ferill Rabba sem upptökustjóra hefur verið glæsilegur og hafa plötur sem hann hefur stjórnað upptökum á hlotið viðurkenningar á Íslenskutónlistarverðlaunum s.s. Fólk er fífl með Botnleðju og Magnyl einnig með Botnleðju og plata Önnu Halldórs Villtir morgnar. Meðal annara sem hann hefur stjórnað upptökum hjá eru Grafik, Nýdönsk, Bítlaninafélagið, Sálin hans Jóns míns, Sixties, Woofer, Stolía, Ragnar Sólberg, Sign og Noise. Einnig má nefna plöturnar Íslandsklukkur og Legg og skel sem hann vann í samvinnu við Magnús Þór Sigmundsson. Rabbi gaf auk þess út af hugsjón út nokkra tugi hljómplata, flestar með nýjum listamönnum.

Á síðasta ári fór Rabbi ásamt sonum sínum, Rúnari Þórissyni, Jóni Ólafssyni og Haraldi Þorsteinssyni til London og hóf upptökur á síðustu plötu sinni í hinu sögufræga Abbey Road hljóðveri. Rafn vann markvisst að plötunni síðan og er hún væntanleg til útgáfu á þessu ári. Þar munu synir Rafns spila stórt hlutverk en þeir hafa reynst föður sínum vel enda hlutu þeir tónlistarlegt uppeldi frá Rabba.

Blessuð sé minning Rafns Ragnars Jónssonar. Hans verður minnst sem mikillar hetju og framlagi hans til íslenskrar tónlistarsögu verður minnst um alla eilífð.

Ef þið hafið upplýsingar, sendið á:
hammond@simnet.is

Uppfært 20-04-09