HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 374
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 510
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 6497362
Samtals gestir: 334154
Tölur uppfærðar: 13.12.2018 14:22:35

Danshljómsveit Vestfjarða

Danshljómsveit Vestfjarða seinnipart 1977-mitt ár 1979
Rafn Ragnar Jónsson - Trommur 1977-mitt ár 1979 (08-12-54 D 04-07-04)
Reynir Guðmundsson - Söngur 1977-mai 1978 / september 1978-mitt ár 1979
Örn Jónsson - Bassi 1977-mitt ár 1979
Sven Arve Hovland - Gítar og trompet 1977-mai 1978 / september 1978-mitt ár 1979
Sigurður Rósi Sigurðsson - Gítar 1977-mai 1978
Jóhannes Johnsen - Hljómborð 1977-mai 1978
Vilberg Viggósson - Hljómborð mai 1978-mitt ár 1979
Rúnar Þórisson - Gítar mai 1978-mitt ár 1979
Hörður Ingólfsson - Hljómborð og bongó mai 1978-september 1978
Ásdís Guðmundsdóttir - Söngur mai 1978-september 1978


Örn Jónsson-Rósi Sigurðsson-Rafn Jónsson-Reynir Guðmundsson-Sven Arve Hovland-Jóhannes Johnsen

Hljómsveitin gaf aldrei neitt út.

Seinnipart ársins 1977 stofnuðu nokkrir meðlimir Ýr nýja hljómsveit, Danshljómsveit Vestfjarða sem var skipuð þeim Rabba á trommur, Reynir Guðmundsson söng, Örn Jónsson bassi, Sven Arve Hovland gítar og trompet, Sigurður Rósi Sigurðsson gítar og Jóhannes Johnsen hljómborð. Þessi mannskapur skipaði bandið fram í maí 1978 en þá yfirgáfu þeir Sigurður Rósi , Reynir Guðmundsson, Sven Arve og Jóhannes sveitina en stöður þeirra tóku Vilberg Viggósson hljómborð, Rúnar Þórisson gítar, Hörður Ingólfsson hljómborð og bongó og Ásdís Guðmundsdóttir söngur. Í September urðu þær breytingar að Reynir og Sven Arve komu aftur í stað þeirra Ásdísar og Harðar en þannig  starfaði DV fram á mitt ár 1979 er hún lagði upp laupana.

Rafn Jónsson / Bárður Örn Bárðarson

Ef þið hafið upplýsingar, sendið á:
hammond@simnet.is

Uppfært 10-09-09