HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 600
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 6495848
Samtals gestir: 333963
Tölur uppfærðar: 10.12.2018 05:28:00

Ýr

Ýr árslok 1973-1977
Rafn Ragnar Jónsson - Trommur 1973-1977 (08-12-54 D.04-07-04)
Reynir Guðmundsson - Söngur og gítar 1973-1977
Hálfdán Hauksson - Bassi og söngur 1973-1976
Guðmundur Baldursson - Gítar 1973-1974
Sigurður Rósi Sigurðsson - Gítar 1974-1977
Örn Jónsson - Bassi 1976-1977
Rúnar Þórisson 1977
Vilberg Viggósson - Hljómborð 1977


Hálfdán Hauksson-Rósi Sigurðsson-Rafn Jónsson-Reynir Guðmundsson

 
 1. Ýr var það heillin 1975 (ÁÁ Records)

Ýr

Í árslok 1973 stofnuðu þeir félagar Rabbi og Reynir hljómsveitina ÝR, en þeir höfðu áður verið saman í þungarokkshljómsveitinni Náð. Upphaflegir meðlimir Ýr voru Rafn Jónsson (Rabbi), trommur, Reynir Guðmundsson, gítar og söngur, Hálfdán Hauksson, bassi og söngur og Guðmundur, gítar. Um mitt ár 1974 yfirgaf Guðmundur bandið en Sigurður Rósi Sigurðsson, gítar tók sæti hans. Sá hópur stóð að upptökum á fyrstu og reyndar einu hljómplötu sveitarinnar, sem fékk titilinn ÝR var það heillin. Platan var hljóðrituð í september 1975 en upptökur fóru fram í Soundteck Studios New York undir stjórn Jakobs Magnússonar. Platan kom út í desember 1975 á vegum ÁÁ records og lagið Kanínan vakti athygli almennings á bandinu. En lagið hafði Rabbi pikkað upp úr erlendri útvarpsstöð án þess að ná því hver höfundur lagsins væri og er hann enn skráður ,,ókunnur?. Þetta lag gekk löngu síðar í endurnýjun lífdaga þegar Sálin hans Jóns míns setti lagið á plötu.

Í byrjun ársins 1976 yfirgaf Hálfdán sveitina og Örn Jónsson, bassaleikari tók stöðu hans. Þannig skipuð starfaði sveitin fram í júlí sama ár en þá fluttist Rabbi til Reykjavíkur í nokkra mánuði til þess að vinna hljómplötu með hljómsveitinni Haukum. Í desember 1976 snéri Rabbi aftur til Ísafjarðar og var Ýr þá endurreist. Hljómsveitin var komin á fullt skrið aftur í byrjun ársins 1977 með þeim Rabba á trommur, Reyni Guðmundssyni söng, Erni Jónssyni bassa, Rúnari Þórissyni gítar og Vilberg Viggóssyni hljómborð og þannig starfaði sveitin fram í seinnihluta árs 1977 en þá urðu mannabreytingar og nafni sveitarinnar breytt í Danshljómsveit Vestfjarða og lauk þar með sögu Ýr.

Bárður Örn Bárðarson

Uppfært 10-09-09