HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 1016
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 1207
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 6499712
Samtals gestir: 334280
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:46:05

Ný Dönsk

Ný Dönsk 1987-
Björn Jörundur Friðbjörnsson - Bassi og söngur 1987- (11-11-70)
Ólafur Hólm Einarsson - Trommur 1987-
Daníel Ágúst Haraldsson - Söngur og kassagítar 1987-1997 / 2007- (26-08-69)
Valdimar Bragi Bragason - Gítar 1987-1989
Einar Sigurðsson - Hljómborð 1987-1989
Bergur M. Bernburg - Hljómborð 1987-1988
Þorgils Björgvinsson - Gítar haust 1989-júlí 1990
Jón Ólafsson - Hljómborð 1990- (25-02-63)
Stefán Hjörleifsson - 1990- (20-12-64)


Daníel-Stefán-Jón-Ólafur-Björn


1. LP Ekki er á allt kosið 1989 (Steinar)
 

2. LP Regnbogaland 1990 (Steinar)
 

3. LP Kirsuber 1991 (Steinar)
 

4. LP Deluxe 1991 (Steinar)
 

5. LP Himnasending 1992 (Skífan)
 

6. LP Hunang 1993 (Skífan)
 

7. LP Gauragangur 1994 (Skífan) Leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson
 
 
8. LP Drög að upprisu 1994 (Japis) Tónleikar Megasar í MH ásamt Ný Dönsk  / aukalög 2006 (Íslenskir tónar / Sena)
 

9. LP 1987-1997 1997 (Skífan)


10. LP Húsmæðragarðurinn 1998 (Skífan)


11. LP Pólfarir 2001 (ND)12. LP Freistingar 2002 (1001 nótt)


13. LP Skynjun ásamt Sinfó 2004 (Skýmir)


14. LP Grænmeti & ávextir 2007 (Sena)


15. LP 1987-2007 (Sena)

Nýdönsk

Hljómsveitin Nýdönsk varð til árið 1987. Söngvarinn Daníel Ágúst og Björn Jörundur bassaleikari ásamt fleirum unnu sér það fyrst til frægðar að vinna hljómsveitarkeppni í Húsafelli þetta ár. Stuðmönnum leist vel á bandið og fékk þá oft með sér sem upphitunarband næstu misserin.

Sveitin hélt líka sjálfstæða tónleika þar sem beitt var miklum listrænum tilburðum til að vekja á sér athygli. Bandið náði að koma lagi á safnplötuna Smellir sem Skífan gaf út fyrir jólin 1987.

Snemma árið eftir náði sveitin samningi við Steinar hf. og kom tveim lögum á safnplötuna Frostlög. Annað þeirra var Hólmfríður Júlíusdóttir sem kveikti á sviðsljósinu og kom sveitinni á kortið. Þá fékk sveitin útgefið efni á plötunni Bandalög.

Loks var komið að því að senda frá sér fyrstu stóru plötuna, Ekki er á allt kosið, sem út kom fyrir jólin 1989. Til að stjórna upptökum voru fengnir þeir félagar Jón Ólafsson og Rafn Jónsson, sem margir þekkja sem Rabba. Platan náði góðri sölu og lög eins og Apaspil og Hjálpaðu mér upp, halda nafni plötunnar enn á lofti. Enn og aftur var sett lag á safnplötu, í þetta sinn á safnplötuna Bandalög 2 og lagið Nostradamus varð einn helsti smellur sveitarinnar.

Sumarið 1990 var Nýdönsk hálfmáttlítil þar sem tveir meðlima hennar voru farnir af landi brott til náms. Í þeirra stað komu tveir fyrrum meðlimir hljómsveitarinnar Possibillies, Stefán Hjörleifsson og Jón Ólafsson en þeir urðu þó ekki fullgildir meðlimir sveitarinnar fyrr en eftir útkomu næstu plötu sem var Regnbogaland. Platan þótti vönduð í alla staði og poppmelódíur eins og Frelsið og Tíminn nutu vinsælda, enda flestir meðlima sveitarinnar frjóir laga- og textasmiðir. Bandið vakti einnig mikla athygli fyrir sviðsframkomu sína þar sem útlit hippatímans var í hávegum haft. Það, ekki síður en tónlistin, setti ákveðinn stimpil hjá sumum á sveitina sem einskonar hippahljómsveit.

Ekki fór hátt um næstu plötu sveitarinnar sem var sjö laga live platan Kirsuber sem innihélt tvö ný lög.  Við gerð næstu breiðskífu, sem kom út 1991, var ákveðið að breyta um starfsaðferðir og hljóðrita plötuna í anda gamalla aðferða og taka upp beint án allrar stafrænnar tækni og sleppa öllu tækniföndri þannig að ákveðinn hráleiki fengi að njóta sín. Með þessari aðferð vildi Nýdönsk sýna að platan Delux væri vitnisburður um raunverulegt sánd sveitarinnar.

Í árslok 1992 höfðu orðið miklar breytingar á sveitaballamarkaðnum og pöbbar sprottið upp um land allt. Nýdönsk sá þann kost vænstan að hyggja á landvinninga með því að halda af landi brott. Steinar hf. sem gefið hafði út efni sveitarinnar hafði reynt að kynna bandið sem og önnur þekkt nöfn íslenska popp- og rokkgeirans með útgáfu safnplötunnar Icebrakers. Arcitc Orange átti þar lag en það var enska heitið á hljómsveitinni Nýdönsk. Jakob Frímann Magnússon starfaði á þessum tíma sem menningarfulltrúi í Íslenska sendiráðinu í London og varð hann bandinu innanhandar, fékk nokkra valda aðila til að koma og horfa á sveitina í hljóðveri við upptökur þar sem Ken Thomas var upptökustjóri. Í kjölfarið bauðst sveitinni að hita upp á tónleikaferð Electric Light Orchestra en ekkert varð af þeirri fyrirætlan þar sem sveitina skorti atvinnleyfi í Bandaríkjunum.

Sveitin hélt því heim á ný og með í farteskinu var næsta plata sveitarinnar, Himnasending. Sveitin sem aftur var komin með samning hjá Skífunni sló sölumet með plötunni, sem ekki var erfitt með gullmola á borð við lögin Ilmur og Horfðu til himins. Næsta plata var unnin undir heitinu Djásn en sveitin hafði byrjað að spá í og semja efni hennar í Englandi meðan á tökum Himnasendingar stóð. Platan fékk þó heitið Hunang þegar hún kom út fyrir jólin 1993. Platan var hljóðrituð í Surrey og þar var enn notið aðstoðar Ken Thomas. Plötuna skorti þó smelli í líkingu við þá sem prýtt höfðu fyrri plötur sveitarinnar. Þetta kom talsvert niður á sölu plötunnar.

Næstu verkefni Nýdanskrar var umsjón og flutningur tónlistar í verkinu Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Þá lék sveitin undir á tónleikum Megasar sem efnt var til í Menntaskólanum í Hamrahlíð undir yfirskriftinni Drög að upprisu og voru þeir gefnir út á samnefndri plötu en yfirskriftin var bein skírskotun til líkra tónleika Megasar árið 1979, Drög að sjálfsmorði, og komu út á samnefndri plötu. Eftir Megasartónleikana ákvað sveitin að taka sér frí frá störfum. Við gerð safnplötu með bandinu 1997 var ákveðið að hafa þrjú ný lög. Fyrst skal nefna lagið Grænmeti og ávextir sem ætlað var sem titillag safnplötunnar en því var þó breytt á elleftu stundu, þá er þar að finna lögin Klæddu þig og Flauelsföt en það síðastnefnda naut nokkurra vinsælda eftir útkomu plötunnar og fékk talsverða spilun útvarpstöðva. Sveitin efndi til heljartónleika vegna plötunnar en sérlegur gestur sveitarinnar á sviðinu var Guðmundur Pétursson gítarleiki. Þegar miðar tónleikanna fóru í sölu brá mönnum í brún því Einkaklúbburinn, sem er kortaafsláttarklúbbur, keypti upp alla miða tónleikana og bauð 500 félagsmönnum klúbbsins miðann á 5 krónur, en afgangsmiðar voru síðan seldir á 600 krónur. Upptökur þessara nýju laga leiddi til þess að ákveðið var að hljóðrita nýja plötu, jafnvel þrátt fyrir að Daníel Ágúst bæðist undan því að vera með þar sem hann hafði svo til alfarið snúið sér að vinnu með hljómsveitinni Gus Gus. Nýdönsk lét það ekki stoppa sig og platan Húsmæðragarðurinn var tekin upp og gefin út árið 1998. Sveitin starfaði með hléum og 2001 var haldið til eyjarinnar Möltu og platan Pólfarir tekin upp. Þessi plata þótti ein sú besta á ferli sveitarinnar að mati gagnrýnenda sem töluðu um vönduð vinnubrögð og vandaðar lagasmíðar. Lögin komu úr smiðju þeirra Björns Jörundar og Jóns Ólafssonar en textarnir eru allir eftir Björn Jörund.

Árið 2002 kom út platan Freistingar. Þar var að finna gömul lög hljómsveitarinnar í einfölduðum búningi. Daníel Ágúst söng í þremur lögum, meðal annars í nýja laginu "Fagurt fés".

Árið 2004 var blásið í lúðra á nýjan leik eftir að Björn Jörundur kom heim til íslands en hann hafði dvalið erlendis um tíma. Sveitin fór að koma fram á tónleikum víða um land og augljóst að aðdáendur sveitarinnar fögnuðu með góðri mætingu. Hápunturinn á árinu 2004 var vafalaust samstarf hljómsveitarinnar við Sinfóníuhljómsveit Íslands á þrennum tónleikum í nóvemberbyrjun 2004. Tónleikarnir voru gefnir út á geisladiski og DVD-diski.

Árið 2007 héldu þeir svo upp á 20 ára afmæli hljómsveitarinnar og hápúnkturinn var að Daníel Ágúst gekk aftur til liðs við hljómsveitina. Sama ár kom svo út kassi með öllum plötunum þeirra og tveir safndiskar, einn sem inniheldur lög sem bara er að finna á hinum og þessum safnplötum og heitir Grænmeti og Ávextir og svo veigamikil safnplata með 2 diskum og svo fylgir með DVD-diskur með þeirra myndböndum. Árið 2008 þann 3. maí hlutu þeir svo Heiðursverðlaun FM957. Á haustmánuðum 2008 kom svo 8 hljóðversplatan þeirra út með Daníel Ágúst aftur sem fullgildan meðlim og ber hún nafnið Turninn.

Bárður Örn Bárðarson / Wikipedia / Seinustu klausuna skrifaði ég sjálfur.

Uppfært 15-10-08