HR. HAMMOND
   Farfisa professional
clockhere
Flettingar í dag: 244
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 364
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 6496332
Samtals gestir: 334034
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 07:34:16

Færslur: 2009 Júní

29.06.2009 18:09

Úlfsárættin

Ég fór á ættarmót í föðurætt 26. 27. og 28. júní og þvílík skemmtun. Var mættur ásamt foreldrum og Lilju Dís um 16:00 á föstudeginum og við byrjuðum á því að koma okkur fyrir og þá voru þegar einhverjir komnir en fleiri ættingjar fóru svo að mæta á svæðið og svo seinna á föstudagskvöldinu komum við okkur vel fyrir í partýtjaldinu og sungum nokkra slagara svo var bara skemmt sér fram eftir öllu þeir sem því nenntu. Laugardagurinn var svo allveg meiriháttar sólin að baka flesta hérna og krakkaskarinn að leika sér og einhverjir fóru í sund og aðrir í smá fjallgöngu og svo síðar um daginn var farið í nokkra leiki svona fyrir krakkana og fengu svo karakkarnir verðlaun fyrir. Um kvöldið um 18:00 var svo farið inn á Hótel Eddu og snæddur dýrindis kvöldverður og að sjálfsögðu skemmtiatriði þar sem systini pabba skemmtu ásamt pabba Svennu. Þrjár ABBA dísir mættur svo upp á svið og tóku nokkur lög og voru þetta engar aðrar en systurnar Hulda Valdís Veturliðadóttir og Guðmunda Inga Veturliðadóttir ásamt Guðrúnu Steinþórsdóttir, krakkaskarinn fékk að taka lagið og sungu til dæmis Eurovision lagið Is it true. Spurningakeppni var haldin og skipt í tvö lið, Ísfirðingar á móti brottfluttum og ÞVÍ MIÐUR unnu brottfluttir. Klukkan 22:00 var svo haldið út á tjaldstæði og lagið tekið og þeir sem héldu lengst út héldu áfram fram eftir nóttu. Sunnudagurinn fór svo ekki í neitt nema taka saman föggur sínar og koma sér heim og var ég komin heim í Heiðardalinn (Ísafjörð) um 18:30 heima er best. Næsta ættarmót verður haldið 2012 og eru flestir farnir að hlakka til þess.

01.06.2009 23:39

1. júní 1971

Ég á afmæli í dag
ég á afmæli í dag
ég á afmæli ég sjálfur
ég á afmæli í dag.


  • 1